Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Búllan meðal 20 svölustu veitingastaða Bretlands

Birting:

þann

Hamborgarabúllan í London - Tommi‘s Burger Joint

Dagblaðið The Times gefur Hamborgarabúllunni í London frábæra umsögn. Ný Búlla opnuð í Chelsea-hverfinu seinna í mánuðinum.

Hamborgarabúllan í London, eða Tommi‘s Burger Joint eins og staðurinn heitir þar í landi, fékk frábæra umsögn í dagblaðinu The Times í London. Staðurinn var valinn einn af 20 svölustu veitingastöðum Bretlands. Umsögnin kemur á frábærum tíma því aðstandendur staðarins hafa stækkað við sig og opna nýjan veitingastað á King‘s Road í London. Róbert Aron Magnússon, einn eigenda Tommi‘s Burger Joint, er að vonum ánægður með gang mála.

Þetta er algjörlega frábært. Bæði umsögnin og stækkunin. Í sumar fengum við óvænt tækifæri til þess að stækka við okkur og ákváðum að skella okkur á það

, segir Róbert í samtali við Fréttablaðið.

Staðsetningin á nýja staðnum er frábær að sögn Róberts.

Þetta er mjög vinsæl verslunargata og margir flottir veitingastaðir í kring. Þetta er í Chelsea-hverfinu, hér er nóg um að vera.

Stefnt er að því að opna staðinn fyrir desemberbyrjun, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

 

Mynd: af facebook síðu Tommi‘s Burger Joint.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið