Eldlinan
Budweiser styrkir "Veitingahúsa Pool-mótið 2005"
Það má sanni segja að skráningin á „Veitingahúsa Pool-mótið 2005“ hefur vonum framar gengið vel. Fréttamaður sló á þráðinn til einn af aðstandendum mótsins, hann Sigurð Rúnar og spurði hann nokkrar spurningar um mótið.
Hvar og hvenær verður mótið haldið?
Mótið verður haldið á sunnudaginn 25 sept. Mótið verður haldið í Pool stofunni við Lágmúla og mótið byrjar kl; 15.30, en mæting er kl; 15°° og vil ég minna menn á að þáttökugjald er 1000 kr á hvert lið.
Það hvíslaði lítill fugl að mér að mótið væri komið með styrktaraðila, er það rétt?
Jú mikið rétt, við höfum fengið Budweiser sem aðal styrktaraðili og sér alveg um verðlaunin á mótinu og er aldrei að vita hvort að einhver aukaverðlaun verði gefin líka. Þeir mæta þarna með fána, ljós, og myndatökumenn sem mynda fyrir Budweiser brewery erlendis.
Hvað eru mörg lið búinn að skrá sig?
Liðafjöldi er orðinn c.a 27 30 lið, ef allir þeir mæta sem hafa skráð sig, En ennþá er hægt að skrá sig og við reynum að hafa sem flesta með. Fá alla kokka og þjóna til að mæta, þó svo þeir vilji ekki keppa, þá er alltaf gaman að sjá og hitta aðra og spjalla um veitingageirann.
Liðin sem hafa skráð sig eru eftirfarandi:
Nafn veitingahús / hótel | Fjöldi liða – ( 2 í hverju liði ) | |
Einar ben | 1 | |
Hótel Borg | 1 | |
Nordica hótel | 2 | |
Perlan | 3-4 | |
Grand Hótel | 2 | |
Rauðará Steikhús | 1 | |
Hótel Loftleiðir | 1-2 | |
Hereford Steikhús | 1 | |
SALT | 2 | |
Apotek Bar grill | 1 | |
Sjávarkjallarinn | 3 | |
REX | 1 | |
Hotel Budir | 2 | |
Lækjarbrekka | 2 | |
La primavera | 2 | |
Torvaldsen | 2-3 | |

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata