Vertu memm

Freisting

BSRB vill þjóðarsátt um íslenskan landbúnað

Birting:

þann

Eftirfarandi pistill birtist á heimasíðu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja síðastliðin fimmtudag:

 „Við viljum þjóðarsátt um íslenskan landbúnað

Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að ná niður matvælaverði á Íslandi. Svokölluð matvælanefnd, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, hefur fengið það verkefni að leita leiða til þess að ná niður verði á matvælum og hefur hún einkum horft til þeirrar vöru sem framleidd er hér á landi. Það er óneitanlega nokkuð þröngt sjónarhorn því drjúgur hluti fæðu okkar er innfluttur eins og alkunna er og er umtalsverður munur á verði innfluttrar matvöru hér á landi annars vegar og í samanburðarlöndum okkar hins vegar. Þar er því ærið verkefni að glíma við. Þetta leiðir hugann að verslunarháttum eins og þeir hafa þróast hér á landi á undanförnum árum þar sem einnokun og fákeppni hafa þrýst verðlagi upp úr öllu valdi.

Þegar horft er til innlendrar matvöru er einkum að fernu að hyggja.

Í fyrsta lagi snýst viðfangsefnið ekki einvörðungu um að fá matvæli á sem lægstu verði heldur einnig um hitt að tryggja hágæða matvöru. Hún er forsenda fyrir góðu heilsufari þjóðarinnar.

Í öðru lagi þarf að horfa til þeirra alþjóðlegu samninga sem Íslendingar taka þátt í, einkum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hér megum við ekki fara fram úr sjálfum okkur og þarf að tryggja að samspil sé jafnan á milli ákvarðana heima fyrir og samningsmarkmiða okkar við hin fjölþjóðlegu samningaborð. Hér er vert að hafa í huga að Íslendingar hafa flestum þjóðum fremur tekið tillit til sjónarmiða þriðja heimsins hvað varðar tolla á matvöru frá þróunarríkjunum en tollar á því sem einhvern tímann var kallað “nýlenduvörur” hafa löngu verið afnumdir hér á landi, gagnstætt því sem til dæmis er í ríkjum Evrópusambandsins.

Í þriðja lagi verður að horfa til byggðasjónarmiða. Skyldu menn gera sér grein fyrir því að íslenskum bændum hefur fækkað  um 30 til 40 % á undanförnum hálfum öðrum áratug. Þetta er að mörgu leyti eðlileg þróun með tilliti til nýrrar tækni við framleiðsluna en þessi fækkun endurspeglar geysilega hagræðingu í greininni. Hún endurspeglar þó einnig þrengingar margra þeirra sem nauðbeygðir hafa verið að bregða búi af fjárhagsástæðum. Menn skyldu gæta að sér áður en ákvarðanir eru teknar um að herða á þessu ferli.

Í fjórða lagi á ekki að ráðast í grundvallarbreytingar á kjaraumhverfi bænda án þess að það sé gert í samráði og sátt við þá og þeirra samtök. Hið sama á að gilda um bændur og verkalýðshreyfinguna sem ekki vill láta vaða yfir sig á skítugum skónum þegar kjör launafólks eru annars vegar. Auðvitað hljóta bændasamtökin að tefla fram hugmyndum sem koma til móts við þá kröfu samfélagsins að leitað sé leiða til að ná matvöruverði niður. Mikilsvert er að bændasamtökin taki frumkvæði í þessari umræðu en láti ekki hina eina um hituna sem ekkert sjá annað en verðmiðann á vörunni.

BSRB á aðild að matvælanefnd forsætisráðuneytisins. Samtökin hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum: Um landbúnaðinn á Íslandi þarf að ríkja þjóðarsátt. Hún verður aldrei raunveruleg nema í góðri sátt á milli bænda og neytenda. Takmarkið er að ná slíkri sátt og að því vill BSRB vinna.

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, fulltrúi BSRB í matvælanefnd forsætisráðuneytisins.“
 
 

Greint frá á Bsrb.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið