Vertu memm

Frétt

Bröns á Fosshótel Reykjavík

Birting:

þann

Fosshótel Reykjavík

Nú á dögum er það orðið útbreiddur og þjóðlegur siður að fara með fjölskyldu eða vinum út að borða í hádegi um helgar. Í bröns, eða árbít eins og það heitir á íslensku.  Það eru ekki mörg ár síðan varla nokkur maður lagði þetta á sig enda úrvalið ekki mikið þá.

Í dag er öldin önnur enda hafa tímar breytast hratt og við leggjum meira uppúr því umgangast með vini og fjölskyldu. Núna þykir það ekki tiltökumál að fara út að borða án sérstakrar ástæðu. Helgarsteikin er á undanhaldi og ekki mörg heimili sem eru enn með sunnudagshrygg með tilheyrandi í ofninum, árbíturinn er kominn í staðinn.

Ég ákvað einn sunnudagsmorguninn að frelsa dóttur mína frá organdi krökkum og bjóða henni með mér í brunch á Haust Restaurant, bara af því að hún er hún.

Veitingastaðurinn er staðsettur á Fosshótel Reykjavík sem er stærsta hótel höfuðborgarinnar í dag og flaggskip Fosshótelanna enda glæsilegt í alla staði. Staðsetningin er frekar miðsvæðis eða á milli Höfða og Hlemms, í Þórunnartúni 1.

Fosshótel Reykjavík

Ég hafði áður komið þarna í jólaárbít því ég veit að þarna er væntanlega eitt flottasta hlaðborð landsins í dag.

Áratuga reynsla

Mig langaði að sýna dótturinni eitthvað sérstakt, koma henni á óvart, láta sem ég vissi um bestu staðina í bænum, væri veraldarvanur pabbi.

Hlaðborðið á Haust Restaurant er nefnilega listaverk sem hefur kostað hausverkinn í þróun.

Fosshótel Reykjavík

Við mættum um 11:30 en þá voru fyrstu gestir að týnast inn og enn rólegt yfir öllu. Ég reyni alltaf að koma snemma í hlaðborð, svona til þess að geta virt herlegheitin fyrir mér á meðan borðið er enn óhreyft og maturinn sem ferskastur.

Við komuna fengum við frábærar móttökur, teknar voru af okkur yfirhafnir og okkur vísað til borðs.  Þjóninn fór yfir hvernig hlaðborðið var skipulagt, hvaða súpa var í boði, steikur og annað sem gott var að vita af.

Ótrúlegt úrval

Úrvalið var ótrúleg, þar var heit súpa og nokkrar tegundir af síldarsalötum, heitreyktur, grafinn, kaldreyktur, marineraður og saltaður lax. Hér voru nokkrar tegundir af ferskum sjávarréttasalötum og gufusoðinn skelfiskur í stæðum. Einnig voru rækjur á marga vegu, vínsoðinn lax, íslenskar hráskinkur, tvíreykt hangikjöt, þurrkaðar pylsu og margt, margt fleira sem of langt mál væri að telja upp.

Auglýsingapláss

Ekki má gleyma stökku beikoni í stæðuð, eggjahrærunni, pylsunum eða egg Benedict sem að sjálfsögðu var á sínum stað.

Á milli eftir- og forrétta var síðan boðið uppá hægeldaðan alikálf, fjallalamb og kalkún með fjölbreyttu meðlæti. Síðan tók við ákaflega fjölbreytt og spennandi eftirréttahlaðborð sem var bara til að æra óstöðugan. Úrvalið var ótrúlegt.

Allt var snyrtilegt, ferskt, smekklegt og aðlaðandi. Það sást líka greinilega að það var leikið og leitað leiða til að ná sem mestri fjölbreytni, ekki bara í bragði heldur einnig í litum, allt til að gera matinn girnilegan og aðlaðandi.

Að lokum

Í dag er orðið feykilega vinsælt að stórfjölskyldan, pör, vinir og kunningjar eða aðrir taki sig saman og fari út að borða í árbít.

Þetta er skemmtilegt fyrirkomulag því á hlaðborði sem þessu er matur við allra hæfi og allir finna sér eitthvað við hæfi. Á Haust Restaurant borða þau yngstu frítt, hálft verð er síðan fyrir unglinginn. Þetta er fyrirkomulag sem heillar og hentar mörgum.

Fosshótel Reykjavík

Þjónustan var framúrskarandi og það var sama hvern ég spurði af matreiðslumönnunum, sem ávallt voru á vaktinni, aldrei kom ég ekki að tómum kofanum.

Það er sannarlega hægt að mæla með brunch hlaðborðinu á Haust Restaurant.

Lifið heil

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið