Viðtöl, örfréttir & frumraun
Brixton og Siggi Chef henda í „blokk partý“ á Menningarnótt
“Besti Götubiti Íslands 2024” Siggi Chef og Brixton ætla að henda í svakalegt „blokk partý“ í portinu við Tryggvagötu 20 á Menningarnótt, 24. ágúst.
Siggi Chef hreppti nýlega titilinn „Besti Götubiti Íslands 2024“, þar sem hann bauð uppá „Chopped brisket slider, birria style“ og verður þessi réttur í boði á viðburðinum. Siggi er jafnframt yfirkokkur á Brixton, en það er nýtt veitingakonsept sem mun opna á næstu vikum.
Loksins gefst fólki tækifæri á að smakka “Besta Götubita Íslands 2024” á Menningarnótt. Kveikt verður á grillinu uppúr klukkan 15.00 og það verður frábær tónlistardagskrá fram eftir degi. Kjöt, reykur, bjór, tónlist, plötusnúðar, Eternal Sound system og er lofað heljarinnar partý.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








