Vertu memm

KM

Breytt vistun á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara

Birting:

þann

Nú fyrir stuttu var opnuð ný og glæsileg heimasíða Freistingar sem flestir fagmenn kannast við.  Nýlega var gengið frá samningi milli Freistingar og Klúbbs matreiðslumeistara um að heimasíða klúbbsins yrði vistuð sem undirsíða á Freistingarsíðunni. 
Með þessu fyrirkomulagi er KM að fá aðgang að örugga vistun auk þess sem síðan verður fullkomnari að öllu leyti og býður upp á margfalt meiri möguleika á notkun.  Sem dæmi má nefna að nú getur klúbburinn sett inn logo styrktaraðilanna, mun öflugra myndasafn, enn mesti munurinn er þó ekki sjáanlegur og snýr að ýmsum tæknimálum, sem ekki verða tíunduð hér.
Þetta samstarf er virkilega ánægjulegt og styrkir báðar síðurnar sem verða væntanlega vinsælli sem aldrei fyrr.  Heimasíða vínþjónasamtakanna er vistuð hjá Tónaflóði á sama hátt, þannig að nær allur veitingabransinn verður þarna á einu bretti.
Klúbbur matreiðslumeistara þakkar Smára hjá Tónaflóði kærlega fyrir samstarfið og ekki síst Andreas Jacobsen, gjaldkera og tölvusnillingi klúbbsins fyrir að klára málið.

 

Ingvar Sigurðsson
       
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið