KM
Breytt vistun á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara
Nú fyrir stuttu var opnuð ný og glæsileg heimasíða Freistingar sem flestir fagmenn kannast við. Nýlega var gengið frá samningi milli Freistingar og Klúbbs matreiðslumeistara um að heimasíða klúbbsins yrði vistuð sem undirsíða á Freistingarsíðunni.
Með þessu fyrirkomulagi er KM að fá aðgang að örugga vistun auk þess sem síðan verður fullkomnari að öllu leyti og býður upp á margfalt meiri möguleika á notkun. Sem dæmi má nefna að nú getur klúbburinn sett inn logo styrktaraðilanna, mun öflugra myndasafn, enn mesti munurinn er þó ekki sjáanlegur og snýr að ýmsum tæknimálum, sem ekki verða tíunduð hér.
Þetta samstarf er virkilega ánægjulegt og styrkir báðar síðurnar sem verða væntanlega vinsælli sem aldrei fyrr. Heimasíða vínþjónasamtakanna er vistuð hjá Tónaflóði á sama hátt, þannig að nær allur veitingabransinn verður þarna á einu bretti.
Klúbbur matreiðslumeistara þakkar Smára hjá Tónaflóði kærlega fyrir samstarfið og ekki síst Andreas Jacobsen, gjaldkera og tölvusnillingi klúbbsins fyrir að klára málið.
Ingvar Sigurðsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var