KM
Breytt vistun á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara
Nú fyrir stuttu var opnuð ný og glæsileg heimasíða Freistingar sem flestir fagmenn kannast við. Nýlega var gengið frá samningi milli Freistingar og Klúbbs matreiðslumeistara um að heimasíða klúbbsins yrði vistuð sem undirsíða á Freistingarsíðunni.
Með þessu fyrirkomulagi er KM að fá aðgang að örugga vistun auk þess sem síðan verður fullkomnari að öllu leyti og býður upp á margfalt meiri möguleika á notkun. Sem dæmi má nefna að nú getur klúbburinn sett inn logo styrktaraðilanna, mun öflugra myndasafn, enn mesti munurinn er þó ekki sjáanlegur og snýr að ýmsum tæknimálum, sem ekki verða tíunduð hér.
Þetta samstarf er virkilega ánægjulegt og styrkir báðar síðurnar sem verða væntanlega vinsælli sem aldrei fyrr. Heimasíða vínþjónasamtakanna er vistuð hjá Tónaflóði á sama hátt, þannig að nær allur veitingabransinn verður þarna á einu bretti.
Klúbbur matreiðslumeistara þakkar Smára hjá Tónaflóði kærlega fyrir samstarfið og ekki síst Andreas Jacobsen, gjaldkera og tölvusnillingi klúbbsins fyrir að klára málið.
Ingvar Sigurðsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki