Vertu memm

Freisting

Brátt hægt að kaup beint af bændum

Birting:

þann

Félag um heimvinnslu landbúnaðarafurða verður stofnað í lok mánaðarins. Stefnt er að því að ferðamenn geti valið úr miklu úrvali landbúnaðarafurða sem hægt verði að kaupa beint frá bændum um allt land.

Töluverð eftirspurn er eftir matvælum sem fullunin eru á búunum og margir Íslendingar þekkja það frá ferðum erlendis að kaupa unnar kjötvörur, osta, drykkjarvörur og ýmis fleiri matvæli beint af hlutaðeigandi bónda. Samkvæmt niðurstöðum stýrihóps um heimavinnslu er mikill áhugi á því hjá bændum að efla heimavinnslu afurða en nokkrir bændur hafa þegar gert tilraunir með að selja ferðamönnum afurðir beint af búum sínum.

Bændasamtökin og Félag ferðaþjónustubænda skipuðu stýrihópinn í fyrra til að finna út leiðir til að efla heimavinnslu landbúnaðarafurða og hvetja bændur til að taka þátt í því verkefni sem hefur fengið heitið „Beint frá býli“. Nú þegar eru nokkrir bændur byrjaðir að selja beint af búum sínum.

Má þar. m.a. nefna Vogafjós í Mývatnssveit, sem framleiðir osta, og Njálunaut á Suðurlandi sem selur unnið nautakjöt. Þá kemur fram í skýrslu stýrihópsins að stórir matvælaframleiðendur séu hlynntir verkefninu enda er reynslan, m.a. frá Noregi, sú að heimavinnsla er ekki í mikilli samkeppni við stóru framleiðendurnar heldur miklu fremur viðbót við markaðinn.

Næsta skref verður stofnun félags bænda í heimavinnslu og verður stofnfundurinn 29. febrúar á Möðrudal á fjöllum. Markmiðið er síðan að félagið standi næstu þrjú ár að átaksverkefni til að efla heimavinnslu afurða.

Greint frá á Ruv.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið