Freisting
Brátt hægt að kaup beint af bændum
Félag um heimvinnslu landbúnaðarafurða verður stofnað í lok mánaðarins. Stefnt er að því að ferðamenn geti valið úr miklu úrvali landbúnaðarafurða sem hægt verði að kaupa beint frá bændum um allt land.
Töluverð eftirspurn er eftir matvælum sem fullunin eru á búunum og margir Íslendingar þekkja það frá ferðum erlendis að kaupa unnar kjötvörur, osta, drykkjarvörur og ýmis fleiri matvæli beint af hlutaðeigandi bónda. Samkvæmt niðurstöðum stýrihóps um heimavinnslu er mikill áhugi á því hjá bændum að efla heimavinnslu afurða en nokkrir bændur hafa þegar gert tilraunir með að selja ferðamönnum afurðir beint af búum sínum.
Bændasamtökin og Félag ferðaþjónustubænda skipuðu stýrihópinn í fyrra til að finna út leiðir til að efla heimavinnslu landbúnaðarafurða og hvetja bændur til að taka þátt í því verkefni sem hefur fengið heitið „Beint frá býli“. Nú þegar eru nokkrir bændur byrjaðir að selja beint af búum sínum.
Má þar. m.a. nefna Vogafjós í Mývatnssveit, sem framleiðir osta, og Njálunaut á Suðurlandi sem selur unnið nautakjöt. Þá kemur fram í skýrslu stýrihópsins að stórir matvælaframleiðendur séu hlynntir verkefninu enda er reynslan, m.a. frá Noregi, sú að heimavinnsla er ekki í mikilli samkeppni við stóru framleiðendurnar heldur miklu fremur viðbót við markaðinn.
Næsta skref verður stofnun félags bænda í heimavinnslu og verður stofnfundurinn 29. febrúar á Möðrudal á fjöllum. Markmiðið er síðan að félagið standi næstu þrjú ár að átaksverkefni til að efla heimavinnslu afurða.
Greint frá á Ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





