Uncategorized
Bóndabær austur í Flóa setur Skjálfta á markað á bjórdaginn
Í dag eru nítján ár frá því að bjór varð löglegur drykkur á Íslandi. Í tilefni dagsins lítur nýjasta landbúnaðarafurð Íslendinga dagsins ljós.
Það er bjórinn Skjálfti, sem er með 5% styrkleika, framleiddur í nýju brugghúsi, sem stofnað var á síðasta ári á bóndabænum Ölvisholti, austur í Flóa. Í Ölvisholti hafa gömul útihús hafa fengið nýtt hlutverk; hesthúsið er orðið að kornhlöðu, flatgryfjan að brugghúsi, í gömlu hlöðunni fer átöppun fram og þar er lager fyrirtækisins. Áform eru um að flytja Skjálfta til Danmerkur.
Til að byrja með verður Skjálfti seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík og einnig verður hann sérpantaður í ÁTVR á Selfossi og í aðrar áfengisverslanir á landsbyggðinni.
Við erum búnir að standa í mikilli þróunarvinnu vegna Skjálfta, segir Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts brugghúss, útkoman er ekta sunnlenskt gæðaöl.
Við munum framleiða 300 þúsund lítra á ári til að byrja með og þar af fara um 100 þúsund lítrar á markað í Danmörku. Þar í landi verður framleiðslan seld undir öðrum vörumerkjum á vegum Gourmetbryggeriet A/S, sem er með aðsetur í Hróarskeldu.
Greint frá á eyjan.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var