Vertu memm

Uncategorized

Bóndabær austur í Flóa setur Skjálfta á markað á bjórdaginn

Birting:

þann

Í dag eru nítján ár frá því að bjór varð löglegur drykkur á Íslandi. Í tilefni dagsins lítur nýjasta landbúnaðarafurð Íslendinga dagsins ljós.

Það er bjórinn Skjálfti, sem er með 5% styrkleika, framleiddur í nýju brugghúsi, sem stofnað var á síðasta ári á bóndabænum Ölvisholti, austur í Flóa. Í Ölvisholti hafa gömul útihús hafa fengið nýtt hlutverk; hesthúsið er orðið að kornhlöðu, flatgryfjan að brugghúsi, í gömlu hlöðunni fer átöppun fram og þar er lager fyrirtækisins. Áform eru um að flytja Skjálfta til Danmerkur.

Til að byrja með verður Skjálfti seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík og einnig verður hann sérpantaður í ÁTVR á Selfossi og í aðrar áfengisverslanir á landsbyggðinni.

“Við erum búnir að standa í mikilli þróunarvinnu vegna Skjálfta,” segir Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts brugghúss, “útkoman er ekta sunnlenskt gæðaöl.”

“Við munum framleiða 300 þúsund lítra á ári til að byrja með og þar af fara um 100 þúsund lítrar á markað í Danmörku. Þar í landi verður framleiðslan seld undir öðrum vörumerkjum á vegum Gourmetbryggeriet A/S, sem er með aðsetur í Hróarskeldu.“

Greint frá á eyjan.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið