Uncategorized
Bóndabær austur í Flóa setur Skjálfta á markað á bjórdaginn
Í dag eru nítján ár frá því að bjór varð löglegur drykkur á Íslandi. Í tilefni dagsins lítur nýjasta landbúnaðarafurð Íslendinga dagsins ljós.
Það er bjórinn Skjálfti, sem er með 5% styrkleika, framleiddur í nýju brugghúsi, sem stofnað var á síðasta ári á bóndabænum Ölvisholti, austur í Flóa. Í Ölvisholti hafa gömul útihús hafa fengið nýtt hlutverk; hesthúsið er orðið að kornhlöðu, flatgryfjan að brugghúsi, í gömlu hlöðunni fer átöppun fram og þar er lager fyrirtækisins. Áform eru um að flytja Skjálfta til Danmerkur.
Til að byrja með verður Skjálfti seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík og einnig verður hann sérpantaður í ÁTVR á Selfossi og í aðrar áfengisverslanir á landsbyggðinni.
Við erum búnir að standa í mikilli þróunarvinnu vegna Skjálfta, segir Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts brugghúss, útkoman er ekta sunnlenskt gæðaöl.
Við munum framleiða 300 þúsund lítra á ári til að byrja með og þar af fara um 100 þúsund lítrar á markað í Danmörku. Þar í landi verður framleiðslan seld undir öðrum vörumerkjum á vegum Gourmetbryggeriet A/S, sem er með aðsetur í Hróarskeldu.
Greint frá á eyjan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





