Vertu memm

Frétt

Boðið upp á nýstárlegan matseðil úr lítið nýttum matvælum – Allt ókeypis!

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson.
Mynd: Gunnar Freyr / Icelandic Explorer

Á morgun miðvikudaginn 5. desember verður haldið áhugavert partý undir yfirskriftinni Óhóf.  Farið verður yfir matarsóun Íslendinga, en samkvæmt könnun þá má rekja 5% af CO2 losun landsins til matarsóunar og 1/3 af framleiddum mat í heiminum endar í ruslinu.

Drykkir og veitingar unnin úr lítið nýttum matvælum verða í boði. Það er Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari sem kemur til með að töfra fram marga skemmtilega rétti.

Matseðillinn er á þessa leið:

Óhóf 2018

Sigga Dögg kynfræðingur verður með matarsóunarhugvekju, Amabadama tekur nokkur lög ofl.

Viðburðurinn fer fram á Loftinu við Bankastræti og hefst klukkan 17:00

Þetta er allt ókeypis.

Sjá nánar á facebook hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið