Freisting
Bláa Lónið hf og Jóhann Ólafsson og Co gera með sér samning
Bláa Lónið hf og Jóhann Ólafsson og Co hafa gert með sér samning um tækjabúnað í eldhús nýs veitingastaðar Bláa Lónsins sem opna mun næsta vor.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf og Sigurður H. Ingimarsson, forstjóri Jóhanns Ólafssonar og Co, undirrituðu samninginn að þessu tilefni í Bláa Lóninu föstudaginn 15. desember.
Jafnframt gera Bláa Lónið og Jóhann Ólafsson og dótturfélög, GV heildverslun og Snæfiskur, með sér samning um þjónustu sem tekur til allra þátta í starfssemi félaganna, byggt á vöruframboði þeirra og þjónustu á sviði eftirmarkaðar. Hér er sennilega um tímamóta samning að ræða á íslenskum markaði þar sem tekið er tillit til í fyrsta skipti allra mögulegra þátta á veitingahliðinni.
Veitingareksturinn er mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi Bláa Lónsins, segir Grímur. Og því skiptir miklu máli að vera í samstarfi við trausta aðila á þessu sviði sem eru tilbúnir til að leita lausna með okkur sem henta fjölbreyttri veitingastarfsemi okkar.
Við þetta tækifæri, sagði Sigurður að það væri ánægjulegt fyrir Jóhann Ólafsson og Co að geta veitt Bláa Lóninu heildarlausn og þjónustu vegna veitingastarfsemi fyrirtækisins. Veitingaþjónusta Bláa Lónsins er fjölbreytt og það er mikil hvatning fyrir okkur að geta veitt svo öflugu fyrirtæki þjónustu á þessu sviði.
Jóhann Ólafsson og Co veitir viðskiptavinum sínum heildarlausnir og ráðgjöf fyrir veitingaeldhús auk annarar vöru og þjónustu.
Bláa Lónið er heilsulind á heimsmælikvarða. Framkvæmdum við stækkun og endurhönnun lýkur næsta vor. Nýr veitingastaður sem verður einn glæsilegasti veitingastaður landsins verður tekinn í notkun á sama tíma, auk þess sem boðið verður upp á úrval léttra veitinga í bistró umhverfi.
Greint frá á heimasíðu Bláa Lónsins
Mynd: Bláa Lónið
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati