Keppni
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla og kjötiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
Laugardaginn 8. febrúar fer fram Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Keppnin, sem sýnir hæfileika og fagmennsku framtíðar fagmenn í veitingageiranum, er mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk sem stefnir á framúrskarandi feril í matargerð og þjónustu.
Í ár taka 18 keppendur þátt í matreiðslu, 5 í framreiðslu og 2 í kjötiðn. Bóklegt próf og skil á matseðli fara fram í dag föstudaginn 7. febrúar í húsnæði Iðunnar í Vatnagörðum 20.
Spennandi keppnisdagur framundan
Fyrsti keppandi í matreiðslu mætir í eldhús Hótel- og matvælaskólans kl. 09:30 á laugardagsmorgun og byrjar að elda kl. 10:00. Keppendur hafa 2,5 klukkustundir til að undirbúa og skila forrétti, en 30 mínútum síðar er skil á aðalrétti.
Keppendur skila réttum sínum fram eftir degi með 5 mínútna millibili, sem tryggir líflega og spennandi keppni allan daginn.
Í forrétt er lögð áhersla á rauðsprettu, rækjur og grænan spergil, en í aðalrétti er unnið með grísalund, grísasíðu, jarðskokka og soðsósu.
Allt hráefni er undirbúið og eldað á staðnum, að undanskildu grunnsoði sem má koma með.
Yfirdómari keppninnar er hinn eini sanni Jakob H. Magnússon
Tvö dómarateymi meta frammistöðu keppenda – tveir eldhúsdómarar fylgjast með vinnubrögðum í eldhúsinu (40% einkunn) og þrír blindsmakksdómarar meta bragð og framsetningu (60% einkunn). Yfirdómari keppninnar er hinn eini sanni Jakob H. Magnússon.
Glæsileg verðlaun
Sigurvegarar hljóta glæsilegan bikar og fá keppnisrétt fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum matreiðslukeppnum. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun, en við verðlaunaafhendinguna sunnudaginn 9. febrúar verður einnig dregið úr veglegum útdráttarverðlaunum sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
Þessi keppni er einstakt tækifæri til að sjá unga og upprennandi matreiðslumeistara að störfum og sannar að framtíðin er björt í íslenskri matargerð.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit