Viðtöl, örfréttir & frumraun
Besti veitingastaður veraldar Noma lokar – René Redzepi ætlar að leggja meiri áherslu á matvælarannsóknarstofuna
Frá því að Noma opnaði fyrir tveimur áratugum, hefur veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn ítrekað verið efst á lista yfir bestu veitingastaði heims.
Eigandinn og matreiðslumeistarinn René Redzepi hefur verið hylltur sem snjallasti og áhrifamesti kokkur síns tíma.
René Redzepi sagði í samtali við New York Times, að veitingastaðurinn mun loka fyrir reglubundna þjónustu í lok árs 2024.
Noma mun halda áfram með matvælarannsóknarstofuna og þróa nýja rétti og vörur fyrir netverslun sína, Noma Projects, og matsalirnir verða aðeins opnir fyrir PopUp viðburði.
Þetta er mikið áfall fyrir matreiðsluheiminn, en til að setja þetta í samanburð við fótboltann, þá er þetta svipað og að Manchester United myndi ákveða að loka Old Trafford leikvanginum fyrir stuðningsmönnum, þó liðið myndi halda áfram að spila.
Hægt er að lesa nánar um breytingarnar hjá Noma hér.
Mynd: facebook / Noma
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







