Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Besti veitingastaður veraldar Noma lokar – René Redzepi ætlar að leggja meiri áherslu á matvælarannsóknarstofuna

Birting:

þann

Noma

Frá því að Noma opnaði fyrir tveimur áratugum, hefur veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn ítrekað verið efst á lista yfir bestu veitingastaði heims.

Eigandinn og matreiðslumeistarinn René Redzepi hefur verið hylltur sem snjallasti og áhrifamesti kokkur síns tíma.

René Redzepi sagði í samtali við New York Times, að veitingastaðurinn mun loka fyrir reglubundna þjónustu í lok árs 2024.

Veisluþjónusta - Banner

Noma mun halda áfram með matvælarannsóknarstofuna og þróa nýja rétti og vörur fyrir netverslun sína, Noma Projects, og matsalirnir verða aðeins opnir fyrir PopUp viðburði.

Þetta er mikið áfall fyrir matreiðsluheiminn, en til að setja þetta í samanburð við fótboltann, þá er þetta svipað og að Manchester United myndi ákveða að loka Old Trafford leikvanginum fyrir stuðningsmönnum, þó liðið myndi halda áfram að spila.

Hægt er að lesa nánar um breytingarnar hjá Noma hér.

Mynd: facebook / Noma

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið