Viðtöl, örfréttir & frumraun
Besti veitingastaður veraldar Noma lokar – René Redzepi ætlar að leggja meiri áherslu á matvælarannsóknarstofuna
Frá því að Noma opnaði fyrir tveimur áratugum, hefur veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn ítrekað verið efst á lista yfir bestu veitingastaði heims.
Eigandinn og matreiðslumeistarinn René Redzepi hefur verið hylltur sem snjallasti og áhrifamesti kokkur síns tíma.
René Redzepi sagði í samtali við New York Times, að veitingastaðurinn mun loka fyrir reglubundna þjónustu í lok árs 2024.
Noma mun halda áfram með matvælarannsóknarstofuna og þróa nýja rétti og vörur fyrir netverslun sína, Noma Projects, og matsalirnir verða aðeins opnir fyrir PopUp viðburði.
Þetta er mikið áfall fyrir matreiðsluheiminn, en til að setja þetta í samanburð við fótboltann, þá er þetta svipað og að Manchester United myndi ákveða að loka Old Trafford leikvanginum fyrir stuðningsmönnum, þó liðið myndi halda áfram að spila.
Hægt er að lesa nánar um breytingarnar hjá Noma hér.
Mynd: facebook / Noma
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu







