Markaðurinn
Besta Settið fyrir Bestu deildina
Eitt Sett hefur glatt bragðlauka íslenskra sælkera í áratugi og enn lengur hefur knattspyrna verið eftirlætisíþrótt þjóðarinnar. Samstarf Nóa Síríus og Bestu deildarinnar er því vel við hæfi og nú hefur af því tilefni verið þróuð sérstök útgáfu af súkkulaðinu sívinsæla. Besta Settið er ljúffengt pralín súkkulaði, fyllt með lungamjúkri Eitt Sett lakkrísfyllingu.
„Okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni af samstarfinu við Bestu deildina og erum viss um að Besta Settið muni falla vel í kramið hjá íslenskum neytendum.“
segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus og bætir við:
„Hugmyndin varð reyndar til utanhúss því hún er komin frá Hjörvari Hafliðasyni, sem margir þekkja sem Dr. Football. Upphaflega heitið á vörunni var Bestu deildar Eitt Sett en framleiðslustjóranum okkar fannst það eitthvað stirt í munni og stytti nafnið í Besta Settið. Það nafn festist í kjölfarið við vöruna, enda finnst okkur það eiga mjög vel við þetta gómsæta súkkulaði.“
segir hún skellihlægjandi.
Eitt Sett var fyrst framleitt í upphafi níundaáratugarins og sameinaði lungamjúkan lakkrís og ljúffengt rjómasúkkulaði. Besta Settið er fjórða útgáfan af Eitt Sett og bætist við Risa Eitt Sett súkkulaðistykkið, Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum og svo auðvitað klassísku Síríuslengjuna með lakkrísborðanum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður