Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bergsson RE opnar þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið
„Nú er allt að smella saman og við stefnum á að opna eins fljótt og hægt er, þ.e. um leið og öll leyfin eru komin í hús“.
, segir í tilkynningu á facebook síðu Bergsson RE, en það er veitingastaðurinn Bergsson Mathús sem stendur að baki á nýja veitingastaðnum sem staðsettur verður í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16. RE í nafni staðarsins er vísun í skammstafanir á skipum frá Reykjavík þar sem staðurinn er alveg við höfnina og það verða miklar sjávartengingar í matseðlinum og á útliti staðarins.
Eigandi er Þórir Bergsson matreiðslumaður sem er jafnframt eigandi Bergsson Mathús við Templarasund hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann sér til aðstoðar við breytingar á staðnum.

Svona leit salurinn út rétt áður en gestir mættu í generalprufu um daginn, þar sem boðið var upp á silungatartar, rækjur með kræklinga kremi og hægeldað nauta rib eye.
Þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið
, sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Bergsson RE opnar.
Myndir: af facebook síðu Bergsson RE.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








