Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bergsson RE opnar þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið

Birting:

þann

Bergsson RE

„Nú er allt að smella saman og við stefnum á að opna eins fljótt og hægt er, þ.e. um leið og öll leyfin eru komin í hús“.

, segir í tilkynningu á facebook síðu Bergsson RE, en það er veitingastaðurinn Bergsson Mathús sem stendur að baki á nýja veitingastaðnum sem staðsettur verður í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16.  RE í nafni staðarsins er vísun í skammstafanir á skipum frá Reykjavík þar sem staðurinn er alveg við höfnina og það verða miklar sjávartengingar í matseðlinum og á útliti staðarins.

Bergsson RE

Eigandi er Þórir Bergsson matreiðslumaður sem er jafnframt eigandi Bergsson Mathús við Templarasund hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann sér til aðstoðar við breytingar á staðnum.

Bergsson RE

Svona leit salurinn út rétt áður en gestir mættu í generalprufu um daginn, þar sem boðið var upp á silungatartar, rækjur með kræklinga kremi og hægeldað nauta rib eye.

Bergsson RE

Eins og glöggir sjá þá hentar salurinn sérstaklega vel fyrir 80 manna veislur

Þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið

, sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Bergsson RE opnar.

 

Myndir: af facebook síðu Bergsson RE.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið