Vertu memm

Freisting

Berglind Loftsdóttir, matreiðslunemi til Kanada

Birting:

þann

 Berglind Loftsdóttir
Berglind Loftsdóttir

Ráðstefnan hjá kokkaklúbbnum Canadian Culinary Federation (CCFCC), verður haldin dagana 31 maí – 3 júní n.k., en hún er haldin í hótelinu Renaissance við flugvöll Toronto í Kanada.

Einn íslendingur kemur til með að taka þátt í sérstöku verkefni sem er haldin samhliða sýningunni, en það er hún Berglind Loftsdóttir, meðlimur í Norðurlandaliði Ungkokka sem samanstendur einn kandítat frá hverju landi, en þau eru:, Noregur, Danmörk, Svíðþjóð, Finnland og Ísland, en það lið keppir við Kanadíska ungkokkaliðið, en keppnin sjálf er í raun og veru vinakeppni.

Keppnin er liður í því að kynna á Wacs ráðstefnunni sem haldin verður í Dubai árið 2008, en hugtak og heildarhugmynd af keppninni er að virkja ungkokka um allan heim sem skipta sköpum um framtíð og þróun matargerðarmenningunar.

Hvert lið eldar þriggja rétta máltíð fyrir 55 manns undir leiðsögn leiðbeinendur. Keppendur eiga að elda heilsuríka-, og sjávarrétti sem grunnhráefni.

Berglind er fædd árið 1987 og er á þriðja ári í námi og lærir fræðin sín hjá Bjarka Hilmarssyni, matreiðslumeistara á Hótel Geysi. Berglind er einnig meðlimur Ungkokka Íslands

Nokkrar keppnir verða haldnar samhliða sýningunni, en keppnirnar heita: “CCFCC Chef of the Year” sem er haldin í fyrsta sinn, “The Nordic Junior Challenge” sem hún Berglind keppir í, og “National Knorr Junior Culinary Challenge”, en allar keppnirnar verða haldnar í Humber Háskólanum í Toronto sem er 10 mínútur akstur frá sýningunni.

Keppendur í Norðurlandaliði Ungkokka eru:

  • Lasse Koch – Danmörk
  • Antti Kinnunen – Finnland
  • Morten Andre Nielssen – Noregur
  • Berglind Loftsdóttir – Ísland
  • Disa Pernilla Mårtensson – Svíðþjóð

Leiðbeinendur:

  • Uffe Nilsen – Danmörk
  • Jorma Harane –  Finnland
  • Frode Myklevik – Noregur
  • Sverrir Halldórsson – Ísland
  • Rolf Sjödin – Svíðþjóð

Keppendur í Kanadíska Ungkokkaliðinu eru:

  • Keegan Bursey – St. John’s, Newfoundland
  • Guillaume Cantin – Québec, Québec
  • Michael Sisti – Windsor, Ontario
  • Shannon Roussel – Kelowna, British Columbia
  • Lisa Mueller – Toronto, Ontario (gesta ungkokkur)

Leiðbeinendur:

  • Marcel Kretz, CM, CCC – Val-David, Québec
  • Albert Schnell, CCC – Toronto, Ontario
  • Marcus VonAlbrecht – Vancouver, British Columbia

Humber Háskólinn hefur sett upp vefmyndavélar í keppniseldhúsunum svo hægt verði að horfa á allar keppnirnar í beinni.

Smellið hér til að horfa á keppnirnar, athugið að kveikt verður á myndavélunum hálftíma fyrir hverja keppni.

Tímaáætlun á keppnunum er hægt að skoða hér ( Pdf skjal )

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið