Vín, drykkir og keppni
Belgía vann liðakeppni í blindri vínsmökkun
Lið Belgíu bar sigur úr býtum í fyrstu liðaheimsmeistarakeppni í blindri vínsmökkun. Danir urðu í öðru sæti og Englendingar í öðru.
Philippe Ketelslegers, Filip Mesdom, Eric Derenne og Serge Condens sigruðu keppnina fyrir hönd Belgíu, sem haldin var í bænum Leognan í suðvesturhluta Frakklands síðastliðna helgi.
16 lið tóku þátt í keppninni, þeirra á meðal Suður Afríka, Kína, Rússland og Argentína.
Markmiðið með keppninni er:
að leiða saman vínsmökkunaráhugamenn hvaðanæva að úr heiminum, sem upplifa sig stundum einangraða í heimalöndum sínum
, sagði Philippe de Cantenac, blaðamaður hjá La Revue du Vin de France, frönsku tímariti sem skipulagði keppnina í samtali við AFP. Tímaritið hefur haldið Evrópukeppni í greininni frá árinu 2008.
Liðin þurftu að bera kennsl á 12 eðalvín víðsvegar að úr heiminum, blindandi. Meðal þess sem krafist var af keppendum var að þeir tilgreindu upprunaland vínsins, þrúgurnar sem notaðar voru, ræktunarstað þeirra og árgang, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: afp.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora