Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bananar í útrýmingarhættu
Nýjar rannsóknir þykja staðfesta að bananinn, vinsælasti ávöxtur heims, sé í útrýmingarhættu af völdum svonefndrar Panamaveiki.
Panamasýkin hefur breiðst út til Suður-Asíu, Afríku, Miðausturlanda og Ástralíu og sprengt af sér hlekki sóttvarnartilrauna, að sögn hollenskra vísindamanna.
Á vef Morgunblaðsins segir að nú virðist óhjákvæmilegt að Panamaveikin sveifli sér yfir til Suðr-Ameríku sem hefði verulegar afleiðingar í för með sér og meiriháttar uppskerubrest. Þar væri við eðlilegar aðstæður að finna 82% uppskeru vinsælustu banana heimsins, Cavandishbananans. Um þriðjung hennar er svo að finna í Ekvador einu og sér.
Panamasýkin gerði næstum útaf við Gros Michel bananann á sjöunda áratug nýliðinnar aldar og ógnar nú öðrum tegundum. Afleiðingar sýkinnar uppgötvuðust fyrst árið 1876 í Ástralíu. Árið 1890 stakk veikin sér niður á Gros Michel ekrum í Costa Rica og Panama.
Veikinni veldur sveppur að nafni Fusarium oxysporum en hann berst í ávöxtinn gegnum jarðveg og vatn. Hann getur legið í dvala í jarðvegi í 30 ár sem gerir að verkum að ræktendum er með öllu ómögulegt að vita hvort og hvenær hann er að finna í plöntum þeirra, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi