Markaðurinn
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
Bako Verslunartækni hefur tekið við sem nýr þjónustu- og söluaðili fyrir TurboChef á Íslandi. Af þessu tilefni voru Lewis Beer framkvæmdastjóri hjá TurboChef og Oliver Adriansson, sölustjóri Middleby í Skandinavíu í heimsókn hjá Bako Verslunartækni í vikunni.
TurboChef ofnarnir eru þeim eiginleikum gæddir að vera fjölhæfir hraðeldunarofnar án þess þó að skerða gæði og næringargildi matvæla. TurboChef ofnarnir eru einfaldir í notkun og orku sparneytnir.
Frá árinu 1991 hefur TurboChef Technologies, verið brautryðjandi í nýsköpun og framleiðslu á hraðeldunarofnum með afköst og hagkvæmni að leiðarljósi. Söluráðgjafar hjá Bako Verslunartækni aðstoða fagfólk í matreiðslu við val á TurboChef ofnum og þjálfun starfsfólks.
Eitt megin einkenni ofnanna frá TurboChef er að þeir þarfnast ekki sérstakrar útloftunar og geta því auðveldlega staðið á borði í afgreiðslu veitingastaða. Ofnarnir eru sérlega notendavænir með myndrænu stýriborði fyrir mismunandi eldunaruppskriftir, halda vel hita og elda mjög hratt.
Þeir hraðeldunarofnar sem notið hafa mestu vinsælda hérlendis eru ofnar að gerðinni. Sota i1 og Conveyor pizza ofnar. Jafnframt er fjölbreytt úrval af öðrum fáanlegum tegundum. TurboChef hraðeldunarofnarnir njóta vaxandi vinsælda t.a.m. hjá skyndibitastöðum, bakaríum, bensínstöðvum, golfklúbbum, veiðihúsum, bistróum, hótelum- og gististöðum og veislusölum.
Söluráðgjafar Bako Verslunartækni veita allar frekari upplýsingar varðandi TurboChef ofnana og þjónustu í gegnum netfangið [email protected] eða S: 595-6200.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar










