Frétt
Bakarí þurfa að bæta verðmerkingar
Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í júní s.l. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar.
Athugasemdir voru gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar. Þá var ástand á verðmerkingum í kælum mjög oft ábótavant.
Á vef Neytendastofu kemur fram að augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi og þurfa fyrirtækin að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir. Neytendastofa fór síðast í verðmerkingaeftirlit í bakarí árið 2015 og virðist þörf á framkvæma það oftar til þess að verðmerkingar séu í viðunandi horfi.
Neytendastofa hvetur neytendur til að halda áfram að senda inn ábendingar í gegnum heimasíðu Neytendastofu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig