Freisting
Bændur eignast Norðlenska að fullu
Heimildir Fréttavefjar Morgunblaðsins herma að Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi hafi gengið frá kaupum á 45,45% hlut KEA og kaupi einnig hluti Akureyrarbæjar, Norðurþings og Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.
Búsæld greiðir, skv. sömu heimildum, rúmar 400 milljónir króna fyrir hlut KEA og alls samtals tæplega 570 milljónir króna fyrir hlut allra þessara fjögurra hluthafa.
Norðlenska er eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlandi, með starfsemi bæði á Akureyri og Húsavík. Ársverk þar eru hátt í 200, en nokkrir starfa einnig á vegum Norðlenska á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík.
Skv. heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins hefur einnig verið gengið frá samningi við félag í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, í kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði, um að það kaupi húsnæði Norðlenska á Akureyri. Starfsemin verður þar áfram en fyrirtækið leigir húsnæði af félagi bræðranna.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun