Frétt
Bæjarsins Bestu fá framtíðarstað á nýju Bæjartorgi
Nú standa yfir framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu frá Pósthússtræti að Lækjartorgi og er lokað fyrir umferð um Tryggvagötu á þessum kafla þar til verki lýkur í byrjun október. Bílaumferð er beint um Geirsgötu.
Hið nýja torg við Pósthússtræti og Tryggvagötu sem hlotið hefur nafnið Bæjartorg verður framtíðarstaður Bæjarsins Bestu.
Vídeó
Þá munu einnig hefjast framkvæmdir við Steinbryggju, en svo heitir nú sá kafli Pósthússtrætis sem er á milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Sú gata hefur verið lokuð bílaumferð vegna framkvæmda á aðliggjandi byggingareit. Á framkvæmdatíma verður hún að mestu opin fyrir gangandi vegfarendum með einhverjum undantekningum. Inni á byggingarreitnum er einnig að hefjast vinna við frágang nýrra göngugatna sem fengið hafa heitin Kolagata og Tónagata.
Bæjartorg, þar sem Bæjarins bestu hafa verið með söluskýli, verður einnig endurgert samtímis. Bæjarins bestu fá framtíðarstað á Bæjartorgi að framkvæmdum loknum.
Ferðamönnum vísað veginn
Framkvæmdirnar munu óneitanlega hafa áhrif á mannlífið í miðborginni og verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að beina gangandi vegfarendum um öruggar gönguleiðir. Skilti verða sett upp á nokkrum stöðum til að vísa veginn og verða þau einnig á ensku vegna þess mikla fjölda ferðamanna sem er á þessum slóðum.
Safnstæði fyrir hópbifreiðar í Tryggvagötu verður óvirkt meðan á framkvæmdum stendur og upplýst um það á fundi með samtökum ferðaþjónustunnar í maí. Vefsíða með upplýsingum um rútustoppistöðvar í miðborginni hefur verið uppfærð. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðunni busstop.
Kalkofnsvegur tekinn í notkun í áföngum
Samhliða þessum framkvæmdum er unnið að lokafrágangi á Kalkofnsvegi og Geirsgötu, en ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum á umferð vegna þeirra. Kalkofnsvegur verður tekinn í notkun í áföngum og í lok vikunnar verður umferð hleypt á nýjan kafla, vestari akrein, frá Sæbraut að Geirsgötu. Þá verða einnig virkjuð ný umferðarljós á gatnamótum Geirsgötu og Kalkofnsvegar virkjuð í lok vikunnar. Ljósastýring verður stillt til að mæta umferðarflæði um breytt gatnamót.
Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá
Myndir: reykjavik.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana