Markaðurinn
Bæjarins Beztu Pylsur nú fáanlegar í gegnum Wolt

Baldur Ingi Halldórsson, eigandi Bæjarins Beztu Pylsur og Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi
Nú getur þú fengið Bæjarins Beztu Pylsur sendar beint heim að dyrum í gegnum Wolt – fljótlegt, þægilegt og tilbúið til að njóta, hvar sem er í Reykjavík og Reykjanesbæ.
Bæjarins Beztu hafa í áratugi verið ómissandi hluti af íslenskri götumatarmenningu og boðið upp á pylsur með vandaðri samsetningu af steiktum lauk, hráum lauk, tómatsósu, sinnepi og remúlaði.
„Þær eru geggjaðar!“ segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi. „Við erum himinlifandi að vera komin í samstarf með Bæjarins Beztu og geta fært enn fleiri viðskiptavinum „eina með öllu“, hvort sem um ræðir heimamann sem vill eitthvað klassískt eða ferðamaður sem leitast eftir að njóta uppáhalds skyndibita Íslendinga.“
Viðskiptavinir í Reykjavík og Reykjanesbæ geta núna pantað með Wolt appinu eða á vefsíðunni og skoðað úrval pylsa, meðlætis og drykkja hjá Bæjarins Beztu. Samtals er um að ræða níu staði í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ, sem eru aðgengilegir í gegnum Wolt appið.
Bæjarins Beztu Pylsur var stofnað árið 1937 og er frægasti pylsuvagn Íslands sem þjónustar goðsagnakenndar pylsur til heimamanna og ferðamanna. Pylsurnar bera nafn með rentu, að vera þær beztu í bænum, en það hefur verið margsannað í gegnum tíðina af óteljandi ánægðum viðskiptavinum, þar með talið frægu fólki, heimsleiðtogum, matarsérfræðingum og allskonar fólki, um allan heim.
Þeir sem eru í góðum gír geta nú einnig nýtt sér sértilboð hjá Bæjarins Beztu í gegnum Wolt, sem eru kjörin lausn í góðu veðri, eða jafnvel veislur eins og fermingar eða útskriftir. Boðið er upp á þrjú mismunandi tilboð:
Tilboð A inniheldur þrjár pylsur, drykk og Prins Póló á 2750 kr., Tilboð B er sex pylsur og 4 gos á 4600 kr. Að lokum er boðið upp á Tilboð C sem er sannkallaður veislupakki: 20 pylsur fyrir 9999 kr. Það síðastnefnda hentar sérstaklega vel fyrir stórar samkomur eða þegar veðrið kallar á að njóta pylsuveislu með góðu fólki.
„Ég hef tröllatrú á heimsendingarmarkaðnum“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdarstjóri Bæjarins Beztu Pylsur. „Við unnum náið með Wolt teyminu til að finna réttu leiðina til þess að ferja pylsurnar og erum glöð að tilkynna að pokarnir sem við notumst við hafa virkað ótrúlega vel.
Þeir gera það að verkum að pylsurnar eru næstum jafn góðar heima fyrir og beint úr vagninum. Við erum ótrúlega ánægð að fólk geti nú borðað beztu pylsur bæjarins hvar sem það er staðsett.“
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






