Vertu memm

Keppni

Axel sigraði Kahlúa kökukeppnina

Birting:

þann

Kahlúa kökukeppnin 2016

Sigurvegarinn Axel Þorsteinsson, bakari & konditor

Íslensk Ameríska og Mekka Wines & Spirits blésu til vörusýningar á Hilton síðast dag vetrar í síðustu viku.

Á sama tíma fór fram Kahlúa kökukeppnin sem hefur notið mikilla vinsælda á meðal bakara landsins unanfarin ár.

Það eru Puratos og Kahlúa sem standa á bak við þessa keppni og þurfa keppendur þar af leiðandi að notast við hluta úr uppskrift af vörum frá Puratos og svo hinum silkimjúka kaffilíkjör Kahlúa.

Tæplega 30 galvaskir keppendur tóku þátt og algjörlega magnaðar kökur litu dagsins ljós.

Kahlúa kökukeppnin 2016

Dómarar að störfum.
Yesmine Olson matgæðingur, Ylfa Helgadóttir matreiðslumaður og Jóhannes Baldursson bakari og stórtenór

Dómarar keppninnar þetta árið voru þau Jóhannes Baldursson bakari og stórtenór, Ylfa Helgadóttir matreiðslumaður og Yesmine Olson matgæðingur.

Var það samróma álit dómara að kökurnar hefur heilt yfir verið fallegar og mjög bragðgóðar.

Kahlúa kökukeppnin 2016

Verðlaunahafar.
F.v. Axel Þorsteinsson (1. sæti), Jón Anton Bergsson (2. sæti) og Júlía Stuefer (3. sæti)

Hlutskarpastur að þessu sinni var Axel Þorsteinsson frá Apótekinu, í öðru sæti var Jón Anton Bergsson frá Kruðerí og svo í þriðja sæti var Júlía Stuefer frá Sandholt.

Á meðfylgjandi myndum má sjá vinningskökurnar sem og fleiri myndir frá viðburðinum sem að Ómar Vilhelmsson tók.

Axel Þorsteinsson - 1. sæti - Kahlúa kökukeppnin 2016

1. sæti:
Karamelluserað hvítt súkkulaði, skyr, möndlur, pistasíur og Kahlúa.

Kahlúa kökukeppnin 2016

2. sæti:
Kókosbotn.
Crumble.
Gianduja Kahlúa miðja.
Passion karamella.
Kókos og hvítt Belcolade súkkulaði mús.
Gianduja Kahlúa glaze.

Kahlúa kökukeppnin 2016

3. sæti:
Súkkulaðitart.
Kaffisvampbotn.
Súkkulaði crunch.
Kahlúaostakrem.
Speyjuð með súkkulaði.
Eplakaramella.

Kahlúa kökukeppnin 2016

F.v. Steinþór Einarsson, Eggert Jónsson umsjónarmenn keppninnar, Axel Þorsteinsson, Jón Anton Bergsson og Júlía Stuefer

Myndir: Ómar Vilhelmsson.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið