Keppni
Axel sigraði Kahlúa kökukeppnina
Íslensk Ameríska og Mekka Wines & Spirits blésu til vörusýningar á Hilton síðast dag vetrar í síðustu viku.
Á sama tíma fór fram Kahlúa kökukeppnin sem hefur notið mikilla vinsælda á meðal bakara landsins unanfarin ár.
Það eru Puratos og Kahlúa sem standa á bak við þessa keppni og þurfa keppendur þar af leiðandi að notast við hluta úr uppskrift af vörum frá Puratos og svo hinum silkimjúka kaffilíkjör Kahlúa.
Tæplega 30 galvaskir keppendur tóku þátt og algjörlega magnaðar kökur litu dagsins ljós.
![Kahlúa kökukeppnin 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/04/isam-199.jpg)
Dómarar að störfum.
Yesmine Olson matgæðingur, Ylfa Helgadóttir matreiðslumaður og Jóhannes Baldursson bakari og stórtenór
Dómarar keppninnar þetta árið voru þau Jóhannes Baldursson bakari og stórtenór, Ylfa Helgadóttir matreiðslumaður og Yesmine Olson matgæðingur.
Var það samróma álit dómara að kökurnar hefur heilt yfir verið fallegar og mjög bragðgóðar.
![Kahlúa kökukeppnin 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/04/isam-186.jpg)
Verðlaunahafar.
F.v. Axel Þorsteinsson (1. sæti), Jón Anton Bergsson (2. sæti) og Júlía Stuefer (3. sæti)
Hlutskarpastur að þessu sinni var Axel Þorsteinsson frá Apótekinu, í öðru sæti var Jón Anton Bergsson frá Kruðerí og svo í þriðja sæti var Júlía Stuefer frá Sandholt.
Á meðfylgjandi myndum má sjá vinningskökurnar sem og fleiri myndir frá viðburðinum sem að Ómar Vilhelmsson tók.
![Kahlúa kökukeppnin 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/04/isam-121.jpg)
2. sæti:
Kókosbotn.
Crumble.
Gianduja Kahlúa miðja.
Passion karamella.
Kókos og hvítt Belcolade súkkulaði mús.
Gianduja Kahlúa glaze.
![Kahlúa kökukeppnin 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/04/isam-130.jpg)
3. sæti:
Súkkulaðitart.
Kaffisvampbotn.
Súkkulaði crunch.
Kahlúaostakrem.
Speyjuð með súkkulaði.
Eplakaramella.
![Kahlúa kökukeppnin 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/04/isam-185.jpg)
F.v. Steinþór Einarsson, Eggert Jónsson umsjónarmenn keppninnar, Axel Þorsteinsson, Jón Anton Bergsson og Júlía Stuefer
Myndir: Ómar Vilhelmsson.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið