Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Axel Clausen og Viktor Eyjólfsson eru sushi-kóngarnir í nýju mathöllinni Borg29
Umami er nýr sushi veitingastaður, en hann er staðsettur í mathöllinni Borg29 við Borgartún 29 í Reykjavík.
Yfirkokkur Umami er Axel Clausen en hann var t.a.m. í Kokkalandsliði Íslands, sjá nánar hér og með honum er Viktor Eyjólfsson sushikóngur með meiru.
Umami er ein af fimm grunn bragðtegundunum ásamt söltu, súru, sætu og beisku. Orðið er komið af japanska orðinu umai (うま味) sem lýsir bragðgóðum mat. Einkenni Umami er djúpt bragð sem oft er lýst sem afbrigði af seltu.
Til gamans má geta að allur lax hjá Umami er íslenskur landeldislax og er allur matur mjólkur- og hnetulaus.
Heimasíða: www.umamisushi.is
Myndir: umamisushi.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar







