Uncategorized
Austurrísk vín: Master Class með Sandhofer
Weingut SANDHOFER er lítið vínhús (15 ha) í Burgenland í Austurríki, við stærsta stöðuvatn Austurríkis Neusiedlersee. Það hefur getið sér gott orð fyrir vandaða framleiðslu og vín þeirra eru mjög eftirsótt viða um heim. Eitt vína hans er til sölu í Vínbúðunum, Frizzando d’Villa Vinera sem hefur fengið mikið lof frá vínrýnum landsins. Hubert SANDHOFER hefur bundist Íslandi sérstökum tengslum og heldur Master Class í Vínskólanum:
þriðjud. 30. október kl. 18.30 (athuga á breyttum tíma frá hefðbundnum námskeiðum)
Hótel Centrum að vanda.
Verð: 2200 kr
(fagfólk fá námskeiðagjöld endurgreitt frá Matvís)
Austurríska víngerðin hefur síðustu 10 árin verið að gera mjög góða hluti og vínin verið á boðstólum á bestu veitingahúsum, þrúgan Grüner Veltliner sem er að öllu leyti sérausturrísk hefur náð miklum vinsældum og rauðu þrúgurnar hafa einnig gefið fáguð vín og athyglisverð.
Hubert SANDHOFER hefur einnig starfað sem kennari í austurríska Vínakademíunni.
Ég vil hvetja alla vínáhugamenn að nota tækifæri og kynna sér austurríska víngerð.
Skráning: [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan