Uncategorized
Austurrísk vín: Master Class með Sandhofer
Weingut SANDHOFER er lítið vínhús (15 ha) í Burgenland í Austurríki, við stærsta stöðuvatn Austurríkis Neusiedlersee. Það hefur getið sér gott orð fyrir vandaða framleiðslu og vín þeirra eru mjög eftirsótt viða um heim. Eitt vína hans er til sölu í Vínbúðunum, Frizzando d’Villa Vinera sem hefur fengið mikið lof frá vínrýnum landsins. Hubert SANDHOFER hefur bundist Íslandi sérstökum tengslum og heldur Master Class í Vínskólanum:
þriðjud. 30. október kl. 18.30 (athuga á breyttum tíma frá hefðbundnum námskeiðum)
Hótel Centrum að vanda.
Verð: 2200 kr
(fagfólk fá námskeiðagjöld endurgreitt frá Matvís)
Austurríska víngerðin hefur síðustu 10 árin verið að gera mjög góða hluti og vínin verið á boðstólum á bestu veitingahúsum, þrúgan Grüner Veltliner sem er að öllu leyti sérausturrísk hefur náð miklum vinsældum og rauðu þrúgurnar hafa einnig gefið fáguð vín og athyglisverð.
Hubert SANDHOFER hefur einnig starfað sem kennari í austurríska Vínakademíunni.
Ég vil hvetja alla vínáhugamenn að nota tækifæri og kynna sér austurríska víngerð.
Skráning: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði