Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Auglýsir páskaeggin á skemmtilegan og frumlegan máta með stórkostlegri sögu

Birting:

þann

Súkkulaðikaffihúsið Fríða á Siglufirði

Súkkulaðikaffihúsið Fríða á Siglufirði býður upp á falleg og handgerð páskaegg. Kaffihúsið er í eigu listamannsins Fríðu Gylfadóttur, en þar ber hún fram eðal kaffi og handgerða súkkulaðimola. Kaffihúsið er staðsett við Túngötu 40 á Siglufirði.

Um helgina birtist á facebooksíðu súkkulaðikaffihússins skemmtileg auglýsing um páskaeggin hennar Fríðu þar sem lítil og skemmtileg saga fylgir með auglýsingunni, sem er hér eftirfarandi:

„Ég er frekar lítið trúuð en hef haft gaman að páskunum, kannski þó mest af minningunni og því fannst mér nauðsynlegt að vera með páskaegg. Mín eftirminnilegasta minning um páskana er það að þegar við systur vorum farnar að sofa þá stilltu foreldrar okkar páskaeggjunum okkar við rúmið hjá okkur.

Systir mín, tveimur árum yngri en ég átti frekar erfitt með biðina og var venjulega vöknuð milli 3 og 4 að nóttu og þar sem við máttum ekki byrja á egginu okkar fyrr en við vorum báðar vaknaðar þá þótti yngri systur minni það nauðsynlegt að vekja mig. Og það var gert með trukki og dýfu. Ef ekki dugði að hrista mig þá reyndi hún að stinga putta inní eyrað á mér, ef það var ekki nóg, prófaði hún að stinga putta uppí nefið á mér, næst var munnurinn á mér, tveir puttar gjarnan og glennt up peins og hún gat.

Stóru systur var illa við að gefa svefninn eftir svo ég sneri mér á hina hliðina , þá var gjarnan togað í hárið, það gefur því auga leið að ég vaknaði alltaf fyrir allar aldir alla páskadaga, þess vegna finnst mér páskaegg nauðsynleg, einhver gæti verið að búa til minningar.

Páskaeggin eru komin fram í öllu sínu veldi, kosta frá kr. 2700 til kr. 4900.“

Fleiri fréttir um súkkulaðikaffihúsið hennar Fríðu hér.

Myndir: facebook / Frida Súkkulaðikaffihús

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið