KM
Athugasemd frá Klúbbi matreiðslumeistara
Í nýlegu fréttabréfi SAF (Samtaka ferðaþjónustunnar) var fjallað um opnun á glæsilegu æfingaeldhúsi Bocuse d´or akademíunnar og Fastus ehf. Þar sem fulltrúi Íslands í þessari heimsþekktu keppni æfir af kappi.
Í greininni kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem sérstakt æfingaeldhús er sett upp sérstaklega í þessum tilgangi. Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara lýsir yfir undrun á slíkum rangfærslum og áhyggjum af skammtímaminni aðstandenda og samstarfsmanna akademíunnar. Þegar Hákon Már Örvarsson æfði fyrir þessa miklu keppni fyrir nokkrum árum var í fyrsta sinn sett upp sérstakt æfingaeldhús hjá heildversluninni Ísberg þar sem Hákon æfði við mjög góðar aðstæður, enda náði hann sögulegum árangri í keppninni. Eigendur og starfsmenn Ísbergs stóðu að því með miklum glæsibrag og er klúbburinn þeim ævinlega þakklátur fyrir.
F.h. stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson
Forseti
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið