Frétt
Átak gegn matarsóun í Lundarskóla – Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Á dögunum var átak í Lundarskóla á Akureyri gegn matarsóun. Átakið stóð í eina viku.
Umræða um almenna matarsóun átti sér stað í öllum árgöngum skólans og allir árgangarnir fengu tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að minnka matarsóun í Lundarskóla. Átakið gekk mjög vel og sá árgangur sem henti minnsta matnum fékk umbun fyrir og fékk að velja matseðilinn þann 21. febrúar nk. og var það 10. bekkur fékk umbunina.
Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Fyrir átakið henti Lundarskóli daglega um 30 kílóum af matarafgöngum. Í lok átaksins hafði heildartalan fyrir vikuna aðeins náð 13,694 kílóum sem er alveg frábært. Þess má geta að nemendur borðuðu vel, hentu minni mat en borðuð jafn mikið eða jafnvel meira í sumum tilfellum.
Nemendur voru almennt mjög áhugasamir og meðvitaðir um matarsóunina, fengu sér hæfilegt magn af mat á diskinn, fóru fleiri ferðir ef þeir vildu og kláruðu af diskunum sínum.
Áætlað er að fylgja átakinu eftir og vigta afgangana nokkrum sinnum fram á vorið og þá fær sá árgangur sem hendir minnstu umbun fyrir.
Matráður Lundarskóla er Steinunn Kalla Hlöðversdóttir.
Myndir: lundarskoli.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







