Frétt
Átak gegn matarsóun í Lundarskóla – Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Á dögunum var átak í Lundarskóla á Akureyri gegn matarsóun. Átakið stóð í eina viku.
Umræða um almenna matarsóun átti sér stað í öllum árgöngum skólans og allir árgangarnir fengu tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að minnka matarsóun í Lundarskóla. Átakið gekk mjög vel og sá árgangur sem henti minnsta matnum fékk umbun fyrir og fékk að velja matseðilinn þann 21. febrúar nk. og var það 10. bekkur fékk umbunina.
Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Fyrir átakið henti Lundarskóli daglega um 30 kílóum af matarafgöngum. Í lok átaksins hafði heildartalan fyrir vikuna aðeins náð 13,694 kílóum sem er alveg frábært. Þess má geta að nemendur borðuðu vel, hentu minni mat en borðuð jafn mikið eða jafnvel meira í sumum tilfellum.
Nemendur voru almennt mjög áhugasamir og meðvitaðir um matarsóunina, fengu sér hæfilegt magn af mat á diskinn, fóru fleiri ferðir ef þeir vildu og kláruðu af diskunum sínum.
Áætlað er að fylgja átakinu eftir og vigta afgangana nokkrum sinnum fram á vorið og þá fær sá árgangur sem hendir minnstu umbun fyrir.
Matráður Lundarskóla er Steinunn Kalla Hlöðversdóttir.
Myndir: lundarskoli.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024