Frétt
Ástæðulaust að hamstra vörur í verslunum
Samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað sér hjá félagsmönnum sínum í innflutningi mat- og dagvöru eru engar hindranir á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum.
Innflutningsfyrirtæki fá nánast undantekningarlaust upp í pantanir sínar af matvöru og dagvöru á borð við hreinlætis- og ræstingavörur. Mörg hafa þau fengið upplýsingar frá erlendum birgjum sínum um ráðstafanir sem þeir hafa gripið til í því skyni að tryggja órofinn rekstur.
Flest stærri og meðalstór fyrirtæki í matvöruinnflutningi og -dreifingu hafa gripið til sambærilegra ráðstafana, eins og að skipta starfsfólki á vaktir þar sem enginn samgangur er á milli, einangra starfsstöðvar hverja frá annarri o.s.frv. Ýmsir innflytjendur hafa pantað meira en venjulega af þeim vörum sem eru á lista almannavarna yfir æskilegt birgðahald heimila í inflúensufaraldri.
Þá hafa engar fregnir borizt af því að vöruflutningar til landsins hafi raskast.
„Innflutningur og birgðastaða á nauðsynjavörum er með eðlilegum hætti og að svo stöddu engin ástæða til að hamstra vörur,“
segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati