Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ásgeir Már frumlegur á nýjum kokteilbar í Kaupmannahöfn | Endurnýta stolna hristara og barbúnað – Vídeó
Nýr kokteilbar hefur verið opnaður í Kaupmannahöfn en hann er staðsettur við Kronprinsessegade 54 og heitir Culture Box Bar.
Culture Box Bar er í nánu samstarfi við neðanjarðar næturklúbbinn Culture Box sem er mjög vinsæll næturklúbbur í Kaupmannahöfn.
Helsta vítamínsprautan á bak við heildarhugmyndina á Culture Box Bar er enginn en annar Ásgeir Már Björnsson, en hann er þekktastur fyrir að fara frumlegar leiðir þegar kemur að kokteilgerð og barmenningu.
„Það sem ég gerði var að búa til barkonsept sem snýst um að nýta allt og finna leiðir til að nota hluti sem kannski hafa annað hlutverk dagsdaglega til að koma kokteilunum okkar á framfæri.“
, sagði Ásgeir í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hugmyndafræðina á bak við staðinn.
Culture Box Bar kynningarmyndband:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/CultureBoxBar/videos/341334209653617/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
En Hvernig kom það eiginlega til þess að þú varst fenginn í þetta verkefni?
„Ég var bara sóttur til Íslands ef svo má segja, en stórvinur minn Henrik Hammer hafði þar smá milligöngu.“
Ásgeir hefur fengið með sér tvo hörkuduglega stráka en það eru þeir Móses Nordquist og Óli Hjörtur Ólafsson sem standa vaktina bæði á Culture Box Bar og næturklúbbnum.
Endurnýta stolna hristara og barbúnað
Sköpunargleði á endurvinnanlegum grunni er í fyrirúmi hjá Culture Box Bar:
„Öll glös gerum við sjálfir úr flöskum og dósum , við notum líka bara gamla eða stolna hristara og barbúnað og reynum að vera skapandi á öllum sviðum“
, sagði Ásgeir að lokum.
Með fylgir myndband þar sem Ásgeir lýsir heildarhugmyndinni á bak við Culture Box Bar, en allir kokteilar eru til dæmis gerðir frá grunni:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/CultureBoxBar/videos/346443265809378/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn






