Keppni
Ásbjörn Geirsson keppir fyrir Íslands hönd í kjötiðn í Sviss

Ásbjörn Geirsson að æfa sig fyrir alþjóðlegu keppnina í kjötiðn sem fram fer í Chur í Sviss 12.–15. nóvember. Æfingarnar hafa staðið yfir í langan tíma þar sem Ásbjörn fínpússar tækni og nákvæmni undir leiðsögn þjálfara síns, Stefáns Einars Jónssonar kjötiðnaðarmeistara.
Dagana 12. til 15. nóvember fer fram alþjóðleg keppni í kjötiðn í borginni Chur í Sviss. Ísland á þar sinn fulltrúa, Ásbjörn Geirsson, sem keppir af krafti fyrir Íslands hönd. Þjálfari hans er Stefán Einar Jónsson, kjötiðnaðarmeistari, sem hefur veitt Ásbirni leiðsögn og stuðning í undirbúningi og keppni.
Verkefnin í keppninni eru fjölbreytt og krefjandi, alls fimm talsins, þar sem nákvæmni, handverk og fagmennska ráða úrslitum.
Í fyrsta verkefninu, kjötskurði, þarf keppandinn að úrbeina bæði nautalæri, grísalæri og lambaskrokk samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum. Lögð er áhersla á rétt vinnubrögð við bindingu og flokkun vöðva ásamt snyrtilegri framsetningu.
Í öðru verkefni, BBQ grill, búa keppendur til átta ólíkar vörur úr kjöti, þar á meðal lamb, naut, svín og kalkún. Ein vara þarf að vera pylsa, og er metið hvernig keppandinn nýtir hráefnið og skapar fjölbreyttar og aðlaðandi vörur.
Þriðja verkefnið, tilbúið fyrir eldhús, krefst sköpunargleði og nákvæmni þar sem útbúa þarf sex mismunandi kjötvörur með fyllingum sem mynda munstur innan í vörunni. Keppandinn þarf jafnframt að geta útskýrt innihald, ofnæmisvalda og eldunartíma fyrir dómurum.
Í fjórða verkefninu, tilbúnir réttir eða snittur, gera keppendur fimm tegundir af snittum og fimm stykki af hverri tegund. Þar verða hráefnin meðal annars naut, svín, kalkún og einn vegan réttur.
Að lokum þarf keppandinn að ljúka öllum verkefnum innan tiltekins tíma og ganga frá vinnusvæðinu í fullkomnu lagi. Einnig er krafist nákvæmrar flokkunar á hráefnum, grænmeti, kjöti, afskurði, beinum og rusli. Ef eitthvað blandast saman færist keppandinn niður í stigum.
Keppnin í Chur er mikilvægur vettvangur fyrir fagmenn í kjötiðn að sýna kunnáttu, sköpun og faglegt handverk á alþjóðavettvangi, og verður fróðlegt að fylgjast með Ásbirni í þessari krefjandi en spennandi keppni.
Myndir: Stefán Einar Jónsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










