Uncategorized
Arnaldo Caprai – vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu
Í lok síðasta árs valdi Gambero Rosso, vínbiblían ítalska, Arnaldo Caprai víngerðarmann ársins 2006. Þetta er einn mesti heiður sem víngerðarmanni á Ítalíu hlotnast. En Capari hefur hafið Sagrantino þrúguna til vegs og virðingar.
Sagrantino er ein sjaldgæfasta vínþrúga Ítalíu, hún finnst eingöngu í Umbria-héraðinu og þekur aðeins um 100 hektara (af 16.503 hekturum vínsvæðis í Umbria). Miðað við smæð hafa vínin sem við hana eru kennd þó náð athygli heimspressunnar og er það fyrst og fremst að þakka einum framleiðanda Arnaldo Caprai.
Hann hefur jafnframt verið kjörinn besti vínframleiðandi Ítalíu af ítalska Vínþjónasambandinu og eins og áður er sagt hlaut hann nýlega mestu viðurkenningu allra ítalskra vínframleiðanda: Vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu að mati Gambero Rosso.
Heimildir: Heimasíðan Vín og matur.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði