Uncategorized
Arnaldo Caprai – vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu

Í lok síðasta árs valdi Gambero Rosso, vínbiblían ítalska, Arnaldo Caprai víngerðarmann ársins 2006. Þetta er einn mesti heiður sem víngerðarmanni á Ítalíu hlotnast. En Capari hefur hafið Sagrantino þrúguna til vegs og virðingar.
Sagrantino er ein sjaldgæfasta vínþrúga Ítalíu, hún finnst eingöngu í Umbria-héraðinu og þekur aðeins um 100 hektara (af 16.503 hekturum vínsvæðis í Umbria). Miðað við smæð hafa vínin sem við hana eru kennd þó náð athygli heimspressunnar og er það fyrst og fremst að þakka einum framleiðanda Arnaldo Caprai.
Hann hefur jafnframt verið kjörinn besti vínframleiðandi Ítalíu af ítalska Vínþjónasambandinu og eins og áður er sagt hlaut hann nýlega mestu viðurkenningu allra ítalskra vínframleiðanda: Vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu að mati Gambero Rosso.
Heimildir: Heimasíðan Vín og matur.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





