Vertu memm

Uncategorized

Arnaldo Caprai – vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu

Birting:

þann

Í lok síðasta árs valdi Gambero Rosso, vínbiblían ítalska, Arnaldo Caprai víngerðarmann ársins 2006.  Þetta er einn mesti heiður sem víngerðarmanni á Ítalíu hlotnast.  En Capari hefur hafið Sagrantino þrúguna til vegs og virðingar.

Sagrantino er ein sjaldgæfasta vínþrúga Ítalíu, hún finnst eingöngu í Umbria-héraðinu og þekur aðeins um 100 hektara (af 16.503 hekturum vínsvæðis í Umbria). Miðað við smæð hafa vínin sem við hana eru kennd þó náð athygli heimspressunnar og er það fyrst og fremst að þakka einum framleiðanda – Arnaldo Caprai.

Hann hefur jafnframt verið kjörinn besti vínframleiðandi Ítalíu af ítalska Vínþjónasambandinu og eins og áður er sagt hlaut hann nýlega mestu viðurkenningu allra ítalskra vínframleiðanda: Vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu að mati Gambero Rosso.

Heimildir:  Heimasíðan Vín og matur.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið