Uncategorized
Arnaldo Caprai – vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu
Í lok síðasta árs valdi Gambero Rosso, vínbiblían ítalska, Arnaldo Caprai víngerðarmann ársins 2006. Þetta er einn mesti heiður sem víngerðarmanni á Ítalíu hlotnast. En Capari hefur hafið Sagrantino þrúguna til vegs og virðingar.
Sagrantino er ein sjaldgæfasta vínþrúga Ítalíu, hún finnst eingöngu í Umbria-héraðinu og þekur aðeins um 100 hektara (af 16.503 hekturum vínsvæðis í Umbria). Miðað við smæð hafa vínin sem við hana eru kennd þó náð athygli heimspressunnar og er það fyrst og fremst að þakka einum framleiðanda Arnaldo Caprai.
Hann hefur jafnframt verið kjörinn besti vínframleiðandi Ítalíu af ítalska Vínþjónasambandinu og eins og áður er sagt hlaut hann nýlega mestu viðurkenningu allra ítalskra vínframleiðanda: Vínframleiðandi ársins 2006 á Ítalíu að mati Gambero Rosso.
Heimildir: Heimasíðan Vín og matur.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics