Vertu memm

Uncategorized

Appiano Pinot Bianco 2004 fær 4 glös í Gestgjafanum

Birting:

þann

Í herbúðum Víns og matar punktur is ríkir mikil ánægja með nýjustu umfjöllun Þorra Hringssonar, þar sem hann tekur fyrir vín frá þeim sem ber heitið „Pinot Bianco“ frá San Michele Appiano og gefur því fjögur glös.

Hér að neðan er svo pistill sem birtist inn á Vinogmatur.is

Hvítvínin frá Appiano er tær og stílhrein. Þau minna mig á dólómíta, ferskar fjallalindir og dökkgræna dali þar sem heyra má í stöku kúabjöllu. Í Alto Adige eru vínekrur einhverjar þær dýrustu á Ítalíu enda skortur á landi til ræktunar þar sem Alparnir taka svo mikið pláss. Innan um eplaekrur og mjólkurkýr rækta þeir einhver mest spennandi vín landsins.

Í nýjasta Gestgjafanum fjallar Þorri um hvítvínið Pinot Bianco frá San Michele Appiano og gefur því fjögur glös. Reyndar er þýska áletrunin, St. Michael Eppan Weissburgunder – Sud Tyrol, eiginlega meira áberandi á miðanum. Alto Adige búar (Sud Tyrol á þýsku) eru nefnilega jafnvígir á þýsku og ítölsku og þegar maður keyrir þar um sveitir eru öll umferðarskilti t.d. á báðum tungumálunum.

Þorri fer málamiðlunarleið og kallar framleiðandann skv. þýskunni en þrúguna skv. ítölskunni.

ST. MICHAEL-EPPAN PINOT BIANCO 2004  (Ítalía) 4 glös
Hvítvínin frá Alto Adige eru heillandi. Að jafnaði eru þau einhver tærustu og ómenguðustu vín sem finna má á Ítalíu, ávaxtarík og blátt áfram. Þetta vín er úr þrúgunni pinot bianco sem kallast pinot blanc á frönsku og weissburgunder á þýsku og þar sem Alto Adige er undir miklum þýskum áhrifum er hið þýska heiti einnig nefnt á flöskumiðanum.

Vínið er strágult að lit með grænum tónum og meðalopinn ilm af þrúgum, peru, kamillu og sítrusávöxtum. Í munni er það nokkuð bragðmikið með fína sýru og meðallengd. Það er vel byggt og matarvænt vín með glefsur af peru, rauðu greipaldini, þrúgum, appelsínu og jafnvel lakkrís. Hafið það með betri fiskréttum, skelfiski, ljósu fuglakjöti og eggjabökum.

Gott eitt og sér.

Í reynslusölu vínbúðanna 1790 kr. Góð kaup.

Hiti: 7-9°C. Geymsla: Ekki geyma.

– Gestgjafinn 7 tbl. 2006, Þorri Hringsson

 


[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið