Markaðurinn
Andar Íslands – Sönn saga
Fyrir nokkrum árum var Reykvískur strákur fenginn til að spila á trommur í brúðkaupi, fyrir giggið fékk hann landaflösku. Strákurinn þurfti aur en ekki bús og prangaði landanum inn á mömmu sýna, Rán Jónsdóttur fyrir 5000,- kall. Ekki þótti landinn góður og fóru þau mæðginin að velta því fyrir sér hvernig væri hægt að bragðbæta hann og lögðu í hann hvönn úr garðinum og kúmen úr eldhúsinu. Þar með var teningnum kastað og Spirits of Iceland var að fæðast. Í hönd fór mikil rannsóknarvinna, námskeið í Þýskalandi og víðar og í kjölfarið litu svo Hvönn og Söl dagsinns ljós en það var fyrir rétt rúmu ári síðan.
Nú var svo að bætast við Brennivín sem er handgert rétt eins og Hvönn og Söl og eins mikið af hráefnum frá Íslandi og hægt er. Í Brennivínið er notuð hvönn frá Hvanneyri, bláber sem Rán týndi sjálf og kúmen frá Finnlandi. Að sögn Ránar er Brennivínið frá Icelandic Spirit svo milt og ljúft að það á alls ekki að drekka það frosið, ísskápakalt í mesta lagi, til þess að tryggja það að öll brögð og ilmar skili sér.
Ekki þarf bara að drekka Brennivínið í staupi eitt og sér því rétt eins og Hvönn og Söl er það upplagt í kokteila og margir barþjónar þekkja þessar vörur nú þegar og hafa notað í kokteila með góðum árangri.
Vörurnar frá Spirit of Iceland fást í vínbúðunum, fríhöfninni í Keflavík.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?