Veitingarýni
Amerískur grill matseðill á Officeraklúbbnum – Veitingarýni
Það var í lok maí s.l. sem að Hátíð bjórsins var haldin í þriðja sinn og að þessu sinni í hinu stórglæsilega húsnæði Officeraklúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ.
Eftir bjórkynninguna, var boðið upp á ekta Amerískan grill matseðill sem var eftirfarandi:
„Hot wings“ kjúklingavængir sem stóðu alveg fyrir sínu, bragðsterkir og góðir með hinu hefbundna meðlæti sellerístöngum og gráðostasósu.
Grillaðir tex mex hamborgarar sem voru virkilega djúsí með salsa, osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum, sætu sinnepi og mæjó.
BBQ kjúklingasamloka með osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum og hunangssósu rann ljúflega niður og til gamans má geta að brauðið er bakað af matreiðslumeisturum Menu veitinga.
Sesar salatið var á sínum stað og var borið fram með kjúklingi, ansjósudressingu, en passa verður upp á að baða ekki salatið með dressingu, því að salatið á það til að verða mjúkt eftir smástund, heldur frekar bjóða gestum að hella dressingunni sjálfir yfir, annars gott salat.
Svo var komið að hátindinum „Fall of the bone“ BBQ grísarifin, virkilega bragðgóð rif.
Veitingageirinn.is forvitnaðist um hvernig rifin eru gerð hjá þeim á Menu veitingum og var Ásbjörn svo elskulegur að gefa það upp. Rifin eru fyrst hreinsuð, krydduð og lagðar í djúpar gastrópönnur ofan á grind og upp á rönd þannig að myndist bil á milli þeirra. Því næst er nautakjötsoð sett í botninn og „liquid smoke“ plastfilma, álpappír og í ofninn á 120 c° í 4 klukkustundir. Kælt, penslað með smjöri og grillað, penslað með BBQ á grillinu.
Að auki var meðlætið: franskar og bakaðar kartöflur, mexíkóskt hrásalat, maískorn, three bean salat, quacamole og tómatsalsa. Alveg til fyrirmyndar öll umgjörðin, flottir kokkar og þjónar.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
















