Uncategorized
Amerískur dagur á Nordica föstud. 16. mars
Föstudaginn 16. mars standa Vínþjónasamtökin fyrir Amerískum degi í tilefni þemadaga í Vínbúðunum í mars. Fókusinn verður á bandarísk vín með sérstaka áherslu á vín frá Kaliforníu og viðskiptahlið vínbransans.
Dagskráin hefst á Hótel Nordica (í 200 manna sal á annarri hæð) kl. 17.00 með fyrirlestri Nicolas Jones frá Gallo og mun hann fjalla um bandaríska víniðnaðinn og þróun hans, stöðu bandaríska vína í heiminum og uppbyggingu vörkumerkja. Yfirvíngerðarmaður Gallo, Cal Dennison, mun síðan segja frá fyrirtækinu og helstu vínum þess auk þess sem nokkur vín verða smökkuð. Cal Dennison er einn þekktasti víngerðarmaður Bandaríkjanna en Gallo er stærsta léttvínsfyrirtæki heims.
Að þessu loknu verður smakk á bandarískum vínum sem fáanleg eru á Íslandi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.