Pistlar
Alþjóðadagur Matreiðslumanna – Kæru Matreiðslumenn á Íslandi
Nú styttist í International Chefs Day eða Alþjóðadag Matreiðslumanna.
Hann er haldinn 20. október ár hvert. Það er farið fram á að Matreiðslumenn fari í skóla og kynni fagið okkar fyrir skólabörnum. Styrktaraðili dagsins hjá Alþjóðasamtökum Matreiðslumanna WACS er Nestle´y. Þeir fara að vísu fram á að við snúum okkur að yngri bekkjunum, en persónulega er ég ekki sammála og hef undanfarinn ár og fengið að vera fyrir framan eldri deildirnar.
Um þetta leiti á árinu hef ég farið í skóla á mínu svæði, hitt skólastjóra og fengið leyfi til að hitta nemendur í hádeginu, á meðan þeir borða hádegismat. Ég hef samið við skólann að fá að tala í um 15 – 20 mínútur. Hef mætt með tvær litlar gashellur, fisk og það sem þarf til að laga einn fiskrétt. Tvennt af öllu. Allt klárt skorið í álformum. Má annars vera hvað sem er, en þarf að vera fljóteldað 6 til 8 mín.
Held stutta tölu um matreiðslufagið og námið. Sagt örstutt frá KM og FM. Örstutt frá Alheimssamtökum Matreiðslumanna. Hef valið einn nemenda úr sal og klætt hann eða hana í kokkajakka, húfu og svuntu. Síðan hef ég lagað einn rétt og neminn gerir allt eins og ég. Starfsmaður í eldhúsi tók fiskinn og bakaði í ofni og á meðan hann var í ofninum var sósan löguð. Því sem ég gerði á borðinu var varpað uppá tjald á bakvið okkur. Ég var með gaffla og mjög litlar plast skálar. Starfsfólk skólans hjálpaði svo við að gefa bragðprufu, sem er bara einn munnbiti. Síðast fór ég í 7 skóla á suðurnesjum. Kostnaðinn borgaði ég úr eigin vasa sem voru nokkur þúsund á skóla.
Kæru Matreiðslumenn, þar sem ég er ekki lengur á landinu skora ég á einhverja af ykkur að taka við keflinu og fara í skóla. Allstaðar sem ég bauð þetta var tekið á móti með þökkum.
Ef einhver vill tala við mig í síma er númerið mitt hjá nafninu mínu hér að neðan, eða þið getið sent mér epóst með númerinu ykkar og ég hringi.
Með vinsemd og virðingu.
Hilmar B. Jonsson CMC AAC
[email protected] +354 898 8196
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi