Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Allt að verða klárt á Geo Hótel | Fyrstu gestirnir alsælir

Birting:

þann

Geo Hótel Grindavík

Aðkoman að hótelinu er mjög skemmtileg þar sem grindvísk náttúra fær að njóta sín.

Geo Hótel tók á móti sínum fyrstu gestum á fimmtudaginn s.l. en gestir á ráðstefnu framkvæmdastjóra íslenskra sveitarfélaga gistu þar.

Gestirnir voru mjög ánægðir með nýja hótelið, en starfsmenn hótelsins og verktakar hafa undanfarna daga verið á þönum og allir hafa lagst á eitt til þess að gera allt klárt. Enn á eftir að ganga frá ýmsu, bæði smáu og stóru, en herbergin eru klár þó reyndar sé beðið eftir myndum sem á að hengja á veggina.

Sjá einnig: Nýtt hótel verður opnað í sumar í miðbæ Grindavíkur

Geo Hótel Grindavík

Fyrstu gestirnir voru mjög ánægðir með nýja hótelið

Hótelið hefur þó ekki tekið formlega til starfa þó svo að fyrstu gestirnir hafi tékkað sig inn. Nú hafa Lóa og hennar fólk þrjár vikur til að snurfusa það sem eftir er en í lok maí er von á næsta hóp. Eftir það mun hótelið taka formlega til starfa og jafnvel fyrr ef lokahnykkurinn gengur vel, sagði Lóa Þorsteinsdóttir hótelstjóri í samtali við grindavik.is.

 

Myndir: grindavik.is

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið