Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Allt að verða klárt á Geo Hótel | Fyrstu gestirnir alsælir
Geo Hótel tók á móti sínum fyrstu gestum á fimmtudaginn s.l. en gestir á ráðstefnu framkvæmdastjóra íslenskra sveitarfélaga gistu þar.
Gestirnir voru mjög ánægðir með nýja hótelið, en starfsmenn hótelsins og verktakar hafa undanfarna daga verið á þönum og allir hafa lagst á eitt til þess að gera allt klárt. Enn á eftir að ganga frá ýmsu, bæði smáu og stóru, en herbergin eru klár þó reyndar sé beðið eftir myndum sem á að hengja á veggina.
Sjá einnig: Nýtt hótel verður opnað í sumar í miðbæ Grindavíkur
Hótelið hefur þó ekki tekið formlega til starfa þó svo að fyrstu gestirnir hafi tékkað sig inn. Nú hafa Lóa og hennar fólk þrjár vikur til að snurfusa það sem eftir er en í lok maí er von á næsta hóp. Eftir það mun hótelið taka formlega til starfa og jafnvel fyrr ef lokahnykkurinn gengur vel, sagði Lóa Þorsteinsdóttir hótelstjóri í samtali við grindavik.is.
Myndir: grindavik.is
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







