Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Allt að verða klárt á Geo Hótel | Fyrstu gestirnir alsælir
Geo Hótel tók á móti sínum fyrstu gestum á fimmtudaginn s.l. en gestir á ráðstefnu framkvæmdastjóra íslenskra sveitarfélaga gistu þar.
Gestirnir voru mjög ánægðir með nýja hótelið, en starfsmenn hótelsins og verktakar hafa undanfarna daga verið á þönum og allir hafa lagst á eitt til þess að gera allt klárt. Enn á eftir að ganga frá ýmsu, bæði smáu og stóru, en herbergin eru klár þó reyndar sé beðið eftir myndum sem á að hengja á veggina.
Sjá einnig: Nýtt hótel verður opnað í sumar í miðbæ Grindavíkur
Hótelið hefur þó ekki tekið formlega til starfa þó svo að fyrstu gestirnir hafi tékkað sig inn. Nú hafa Lóa og hennar fólk þrjár vikur til að snurfusa það sem eftir er en í lok maí er von á næsta hóp. Eftir það mun hótelið taka formlega til starfa og jafnvel fyrr ef lokahnykkurinn gengur vel, sagði Lóa Þorsteinsdóttir hótelstjóri í samtali við grindavik.is.
Myndir: grindavik.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago