Uncategorized
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni

Allsherjarnefnd Alþingis hefur afgreitt til annarrar umræðu þingmannafrumvarp sem gerir ráð fyrir því, að afnema einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi sem er 22% eða minna að styrkleika. Frumvarpið er á dagskrá þingfundar í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en 13 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur þrisvar áður verið lagt fram á Alþingi.
Í áliti allsherjarnefndar segir, að nefndin telji eðlilegt að sala á vörum og þjónustu sé á hendi einkaaðila en ekki opinberra aðila. Nefndin telji rétt að færa sölu á áfengi í þann farveg og líti svo á að með frumvarpinu sé stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkist í verslunum víða í nágrannalöndum. Í þessu sambandi bendir nefndin jafnframt á að á landsbyggðinni sé áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





