Uncategorized
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni

Allsherjarnefnd Alþingis hefur afgreitt til annarrar umræðu þingmannafrumvarp sem gerir ráð fyrir því, að afnema einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi sem er 22% eða minna að styrkleika. Frumvarpið er á dagskrá þingfundar í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en 13 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur þrisvar áður verið lagt fram á Alþingi.
Í áliti allsherjarnefndar segir, að nefndin telji eðlilegt að sala á vörum og þjónustu sé á hendi einkaaðila en ekki opinberra aðila. Nefndin telji rétt að færa sölu á áfengi í þann farveg og líti svo á að með frumvarpinu sé stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkist í verslunum víða í nágrannalöndum. Í þessu sambandi bendir nefndin jafnframt á að á landsbyggðinni sé áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni5 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





