Markaðurinn
Allir geta sótt um tekjufallsstyrki
Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvörp um framlengingu á lokunar- og tekjufallsstyrkjum vegna COVID-19. Allir þeir sem stunda atvinnurekstur munu geta sótt um, hvort sem reksturinn er í gegnum félag eða á eigin kennitölu einstaklings. Ná þarf tilteknu tekjufalli á milli áranna 2019 og 2020 til að styrkur komi til álita, auk annarra skilyrða og takmarkana.
Tekjufallsstyrkir, sem ná sennilega til margra veitingahúsa, ná nú til stærri hóps en í fyrstu. Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að fyrirtæki sem hafa orðið fyrir minnst 50 prósent tekjufalli á tímabilinu 1. apríl til 30. september, og eru með þrjá eða færri starfsmenn, geta sótt um styrkina. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði hins vegar til að styrkirnir verði einnig í boði fyrir stærri fyrirtæki og að miðað verði við 40 prósenta tekjufall en ekki 50 eins og í upphaflega frumvarpinu.
Sjá einnig: Vilja afgreiða tejkufalls- og lokunarstyrki fyrir helgi
Búast má við frekari leiðbeiningum á vefsíðu Skattsins í næstu viku, að því er þar kemur fram, og síðan verður auglýst sérstaklega þegar opnað verður fyrir umsóknir.
Unnt er að leita nánari upplýsinga í beinum þjónustusíma 4421414. Eins er hægt að óska eftir upplýsingum með tölvupósti sem sendist til covid@skatturinn.is.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or3 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir