Keppni
Alex sigraði Ramen Momo keppnina
Nú á dögunum stóð veitingastaðurinn Ramen Momo við Tryggvagötu 16 fyrir keppni í kappáti þar sem gestir fengu stóran Ramen-rétt og áttu að klára hann á sem skemmstum tíma.
Góð þátttaka var í keppnina, 41 skráðu sig í keppnina en eitthvað helltist úr lestinni og mættu 33 keppendur. Sumir mættu með klaka í poka til að kæla niður súpuna áður en hún yrði borðuð, en til að keppnin yrði jöfn og spennandi, þá var bannað að setja klaka út í súpuna.
Sjá einnig: Verður þú Ramen-meistari Reykjavíkur?
Tíminn fór að tikka um leið og rétturinn var borinn fram og besti tíminn var 5 mínútur og tvær sekúndur og sigurvegari mótsins var Alex Giannakos sem hreppti jafnframt titilinn Ramen-meistari Reykjavíkur.
Annar besti tíminn var 6 mínútur og 12 sekúndur og þriðji var 6 mínútur og 26 sekúndur.
Lengsti tíminn var 40 mínútur og 52 sekúndur. 10 manns gáfust upp og hættu keppni og einn þurfti að yfirgefa veitingastaðinn til að æla.
Glæsileg verðlaun voru í boði:
- Frítt Ramen-árskort 2018 (eigandi kortsins fær ótakmarkað magn af Ramen-súpu á árinu 2018).
- Ljósmynd á vegginn Ramen Momo.
- Skírteini Ramen-meistari.
- Jólapakka frá Ramen Lab.
- Blandaður sælgætispakki frá Japan.
Þeir sem töpuðu fengu 5 kíló ferskar Ramen-núðlur í sárabætur.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá keppninni með því að smella hér.
Mynd: facebook / Ramen Momo
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi