Vertu memm

Food & fun

Alessandro Gavagna – Kolabrautin

Birting:

þann

Alessandro Gavagna - Kolabrautin

Alessandro Gavagna - KolabrautinAlessandro er yfirkokkur á hinum virta stað La Subida í Cormons sem er staðsettur við landamæri Slóveníu á norðaustur Ítalíu.

Hann er giftur inn í hina frægu Sirk fjölskyldu og hefur haldið við fjölskylduhefðinni þar sem allt snýst um mat og ástríðu fyrir mat.

Hann hefur skapað sér gott nafn innan kokkaheimsins og hefur La Subida eina Michelin stjörnu.

En okkur var boðið upp á:

Kálfatartar með sirk della subida ediki, tómötum og sellerí

Kálfatartar með sirk della subida ediki, tómötum og sellerí

Virkilega milt og gott bragð, eins og fyrsti réttur á að vera. Yndislegt edikið þeirra

Girini pasta með heimalagaðri pylsu, rauðsalati frá Verona og granatepli

Girini pasta með heimalagaðri pylsu, rauðsalati frá Verona og granatepli

Gaman að sjá ‘high class’ pasta rétt. Mjög bragðgóður, granateplin gerðu mikið

Leyni réttur: Edik Sorbet

Leyni réttur: Edik Sorbet

Mjög ferskur og góður. Hreinsaði fullkomlega

Ofnbökuð lynghæna með polentu, möndlum og skalottlauk

Ofnbökuð lynghæna með polentu, möndlum og skalottlauk

Ekki fallegasti rétturinn fyrir augað en mikið var hann góður. Mjög safarík lynghænan og laukurinn snilld með

Hvítsúkkulaðifrauð með valhnetu-biscotti, gulum rúsínum, furuhnetum og eplakrapís

Hvítsúkkulaðifrauð með valhnetu-biscotti, gulum rúsínum, furuhnetum og eplakrapís

Ferskur og mildur eftirréttur. Mjög góður krapísinn, en hefði mátt vera aðeins minna matarlím í frauðinu.

Það var gaman að fá að hitta þetta yndislega Ítalska fólk og þökkum þeim ásamt þeim á Kolabrautinni fyrir.

/Hinrik og Matthías

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið