Frétt
Áhugaverður hittingur – Vinsamlegast deilið og látið vita
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars, verður boðið upp á óformlegan hitting matarfrumkvöðla, veitingamanna og heildsala. Facebook hópurinn Matarfrumkvöðlar standa fyrir hittingnum, sem verður haldinn mánudaginn 20. mars kl 13:00 á Bryggjan Brugghús.
Hugmyndin er að byggja brú milli þessara geira, en nokkuð virðist bera í milli. Allir vita að samskipti og samtöl sem byggja á málefnalegum lausnum eru árangursrík til framþróunar. Ef vel tekst til verða hittingar tíðari og tekur undirbúningshópurinn vel í allar hugmyndir.
Ingi Björn Sigurðsson mun leiða hittinginn og verður m.a. tæpt á eftirfarandi spurningum:
1) Hvernig geta heildsalar og íslenskir framleiðendur unnið betur saman?
2) Fá veitingamenn hráefnið sem þeir vilja og hvað vantar?
3) Hvernig er best fyrir framleiðendur að dreifa vörunni sinni?
Það verða m.a stutt erindi:
Brynja Laxdal kynnir verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gísli Matthías Auðunsson fjallar um rekstrarumhverfi Slippsins í Vestmannaeyjum og hvernig gangi að fá hráefni.
Codland kynnir heilsudrykkinn Öldu
Tjörvi Bjarnason kynningarstjóri Bændasamtakana mun segja frá matvælaverðlaununum Emblu.
Viðburðurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að boða komu sína.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






