Frétt
Áhugaverður hittingur – Vinsamlegast deilið og látið vita
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars, verður boðið upp á óformlegan hitting matarfrumkvöðla, veitingamanna og heildsala. Facebook hópurinn Matarfrumkvöðlar standa fyrir hittingnum, sem verður haldinn mánudaginn 20. mars kl 13:00 á Bryggjan Brugghús.
Hugmyndin er að byggja brú milli þessara geira, en nokkuð virðist bera í milli. Allir vita að samskipti og samtöl sem byggja á málefnalegum lausnum eru árangursrík til framþróunar. Ef vel tekst til verða hittingar tíðari og tekur undirbúningshópurinn vel í allar hugmyndir.
Ingi Björn Sigurðsson mun leiða hittinginn og verður m.a. tæpt á eftirfarandi spurningum:
1) Hvernig geta heildsalar og íslenskir framleiðendur unnið betur saman?
2) Fá veitingamenn hráefnið sem þeir vilja og hvað vantar?
3) Hvernig er best fyrir framleiðendur að dreifa vörunni sinni?
Það verða m.a stutt erindi:
Brynja Laxdal kynnir verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gísli Matthías Auðunsson fjallar um rekstrarumhverfi Slippsins í Vestmannaeyjum og hvernig gangi að fá hráefni.
Codland kynnir heilsudrykkinn Öldu
Tjörvi Bjarnason kynningarstjóri Bændasamtakana mun segja frá matvælaverðlaununum Emblu.
Viðburðurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að boða komu sína.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10