Frétt
Áhugaverður hittingur – Vinsamlegast deilið og látið vita
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars
Í tilefni þess að Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.-19. mars, verður boðið upp á óformlegan hitting matarfrumkvöðla, veitingamanna og heildsala. Facebook hópurinn Matarfrumkvöðlar standa fyrir hittingnum, sem verður haldinn mánudaginn 20. mars kl 13:00 á Bryggjan Brugghús.
Hugmyndin er að byggja brú milli þessara geira, en nokkuð virðist bera í milli. Allir vita að samskipti og samtöl sem byggja á málefnalegum lausnum eru árangursrík til framþróunar. Ef vel tekst til verða hittingar tíðari og tekur undirbúningshópurinn vel í allar hugmyndir.
Ingi Björn Sigurðsson mun leiða hittinginn og verður m.a. tæpt á eftirfarandi spurningum:
1) Hvernig geta heildsalar og íslenskir framleiðendur unnið betur saman?
2) Fá veitingamenn hráefnið sem þeir vilja og hvað vantar?
3) Hvernig er best fyrir framleiðendur að dreifa vörunni sinni?
Það verða m.a stutt erindi:
Brynja Laxdal kynnir verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gísli Matthías Auðunsson fjallar um rekstrarumhverfi Slippsins í Vestmannaeyjum og hvernig gangi að fá hráefni.
Codland kynnir heilsudrykkinn Öldu
Tjörvi Bjarnason kynningarstjóri Bændasamtakana mun segja frá matvælaverðlaununum Emblu.
Viðburðurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að boða komu sína.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma