Frétt
Áhugaverðir þættir hjá Ólafi
Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumeistari og sjónvarpsmaður hefur að undanförnu verið að frumsýna fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans.
Þættirnir heita Kokkaflakk og í þeim heimsækir hann íslenska matreiðslumeistara sem hafa gert það gott í Osló, Berlín, Ghent, New York og París.
Með fylgja myndbrot úr tveimur þáttum.
Gunnar Karl Gíslason
Ólafur heimsækir Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Agern, en þátturinn var sýndur í gærkvöldi:
Í Kokkaflakki kvöldsins, ferðumst við til New York og heimsækjum Gunnar Karl Gíslason yfirkokk á veitingastaðnum Agern. Hér má sjá stutt brot úr þættinum sem verður sýndur í opinni dagskrá kl 20:20 á Sjónvarpi Símans. Síminn
Posted by SKOT Productions on Thursday, 5 April 2018
Davíð Örn Hákonarson
Ólafur Örn heimsækir Davíð Örn Hákonarson matreiðslumann á veitingastaðnum CO í París:
Ekki missa af fyrsta Kokkaflakks þættinum í kvöld kl 20:30 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Í þætti kvöldsins heldur Ólafur Örn til Parísar og heimsækir Davíð Örn Hákonarson.Hér má sjá stutt brot úr þættinum þar sem Davíð eldar engisprettur og maura fyrir Óla.
Posted by SKOT Productions on Thursday, 29 March 2018
Mynd: skot.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?