Uncategorized
Afrískir dagar í vínbúðum ÁTVR

Afrískir dagar eru í vínbúðum í mars. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð, en nokkur valin afrísk vín . eru á sérstöku kynningarverði
Hér er einnig hægt að nálgast bæklinginn á PDF-formi.
Sagan
Vínrækt á sér langa sögu í Suður-Afríku sem rekja má aftur til 17. aldar. Á 19. öld voru sæt vín frá Constantia talin meðal þeirra bestu í heimi.
Aðskilnaðarstefnan og viðskiptabann umheimsins hafði mikil áhrif á efnahagslíf í Suður-Afríku, þ.á.m. víniðnaðinn. Markaðir hurfu og um leið tækifæri til viðhalds og endurnýjunar. Víngarðar, tunnur og tæki gengu úr sér.
Þegar viðskiptabanni var aflétt uppúr 1990 hófst endurreisn sem enn er í gangi. Fjöldi nýrra og metnaðarfullra fyrirtækja spratt upp úr ríkisfyrirtækinu KWV, sem var brotið upp. Í dag er verið að bæta víngarða, tunnur og tæki hafa mikið til verið endurnýjuð. Bestu vínin batna sífellt og framtíðin er björt.
Í bæklingnum má finna fleiri skemmtilega fróðleikspunkta um Afríku, vínrækt þar og helstu þrúgutegundir sem þar eru ræktaðar.
Hér er einnig hægt að nálgast bæklinginn á PDF-formi.
Af vef ÁTVR
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





