Keppni
Áfram Ísland
Landsliðið sýnir kalda borðið fyrir utan Hagkaup í Smáralindinni nk. laugardag þann 13. september. Reiknað er með að sýningin byrji klukkan 12:00 og standi fram eftir degi.
Landsliðið og Marel hafa undanfarnar vikur staðið í ströngu við að hanna sjálft borðið og er það samdóma álit þeirra sem vit hafa á, að þetta sé eitt það glæsilegasta sem sést hefur lengi.
Í haust skrifaði KM & Marel undir samstarfssamning um hönnun og vinnu á þessu borði, ásamt prentun á dómarabók o.fl. og er þetta samstarf greinilega að skila sér núna.
Síðast þegar landslið lagði í víking komu þeir heim með silfurpening frá Beijing.
Núna er stefnan að koma heim með gull frá Erfurt !
ÁFRAM ÍSLAND ! ! !

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun