Uncategorized
Áfengisneysla 2005
Út er komið hefti Hagtíðinda um áfengisneyslu á árinu 2005 í efnisflokknum Verðlag og neysla. Áfengissala hér á landi var um 21,8 millj. lítra árið 2005 á móti 20,4 millj. lítra árið 2004 og jókst salan því um 6,8%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin 6,7%, eða úr 1.523 þús. alkóhóllítrum árið 2004 í 1.625 þús. alkóhóllítra árið 2005. Sala á léttu víni eykst stöðugt og hefur sala á hvítvíni aukist sérstaklega mikið síðustu þrjú árin. Sala á sterkum drykkjum jókst einnig frá árinu 2004, sem er nýmæli miðað við næstu ár á undan. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 7,05 alkóhóllítrum, en var 6,71 alkóhóllítrar á árinu 2004. Sú aukning er ríflega 5% milli ára, sem er með því mesta sem verið hefur á undanförnum árum.
Hægt er að skoða PDF skjal af Hagtíðindum á heimasíðu Hagstofunnar, en þar er fjallað nánar um þetta.
Áfengisneysla 2005 – Hagtíðindi
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé