Uncategorized
Áfengisneysla 2005
Út er komið hefti Hagtíðinda um áfengisneyslu á árinu 2005 í efnisflokknum Verðlag og neysla. Áfengissala hér á landi var um 21,8 millj. lítra árið 2005 á móti 20,4 millj. lítra árið 2004 og jókst salan því um 6,8%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin 6,7%, eða úr 1.523 þús. alkóhóllítrum árið 2004 í 1.625 þús. alkóhóllítra árið 2005. Sala á léttu víni eykst stöðugt og hefur sala á hvítvíni aukist sérstaklega mikið síðustu þrjú árin. Sala á sterkum drykkjum jókst einnig frá árinu 2004, sem er nýmæli miðað við næstu ár á undan. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 7,05 alkóhóllítrum, en var 6,71 alkóhóllítrar á árinu 2004. Sú aukning er ríflega 5% milli ára, sem er með því mesta sem verið hefur á undanförnum árum.
Hægt er að skoða PDF skjal af Hagtíðindum á heimasíðu Hagstofunnar, en þar er fjallað nánar um þetta.
Áfengisneysla 2005 – Hagtíðindi
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin