Markaðurinn
Áfengislaus drykkur valinn besta nýjungin í kokteilakeppni
Að skapa nýja nálgun og breyta hugsunarhætti fólks þegar kemur að áfengi hefur verið eitt af aðal markmiðum Lyre‘s, eins stærsta framleiðanda áfengislausra drykkja á heimsvísu.
Stór áfangi náðist í þessa átt nú nýverið þegar Italian Orange frá Lyre‘s var valin besta nýjungin í kokteilagerð en þetta er í fyrsta sinn sem áfengislaus drykkur verður fyrir valinu í þessum flokki. Verðlaunin eru veitt af Tales of the Cocktail, sem haldið er ár hvert í New Orleans, og eru ein þau eftirsóttustu á meðal starfsfólks í bar- og veitingageiranum. Þau undirstrika því hversu mikil áhrif Lyre‘s vörurnar hafa haft á viðhorf og möguleika á að búa til alvöru kokteila án áfengis.
Akkúrat er samstarfsaðili Lyre‘s á Íslandi og að þeirra sögn eru verðlaunin fyrst og fremst ánægjuleg viðurkenning frá þeim sem búa yfir mestu þekkingunni í bransanum, fólkinu sem setur saman drykkjarseðlana og blandar kokteilana. Frá upphafi hefur markmið Akkúrat verið að fjölga betri áfengislausum valkostum í drykkjaflóru landsins, nokkuð sem Lyre‘s gerir svo sannarlega mögulegt með metnaðarfullri framleiðslu og nútímalegri nálgun.
Nú þegar eru færustu barþjónar landsins að nota Lyre‘s til þess að búa til spennandi og bragðgóðar nýjungar í kokteilum en einnig til að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á alla drykki á kokteilaseðlinum með eða án áfengis.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






