Freisting
Áfengi minnkar líkur á hjartasjúkdómum
Dagleg hófneysla áfengis virðist draga úr líkum á hjartasjúkdómum hjá körlum en minna þarf hjá konum svo áhrif drykkjunnar séu góð. Þetta kemur fram í skýrslu, sem birt var í breska læknatímaritinu í dag. Rannsóknin var gerð á 50.000 Dönum á aldrinum 50 til 65 ára hjá danskri miðstöð sem sérhæfir sig í áfengisrannsóknum.
Rannsóknin sýndi að karlmenn, sem drukku áfengi daglega, voru um 40% síður líklegir til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem ekkert drukku eða drukku sjaldnar. Konur sem drekka áfengi fá einnig síður hjartasjúkdóma, en litlu máli virðist skipta hvort konurnar drekka daglega eða vikulega.
Drykkjuvenjur þeirra, sem tóku þátt í rannsókninni, voru mældar á sex ára tímabili. Þá voru þættir á borð við aldur, reykingar og matarvenjur teknir til hliðsjónar, 2,6% kvennanna og 5,1% karlanna fengu hjartasjúkdóma á meðan á rannsókninni stóð.
Judy O’Sullivan, talsmaður Bresku hjartastofnunarinnar, varar þó fólk við því að taka niðurstöðurnar of bókstaflega og segir að bindindisfólk ætti ekki að hefja drykkju til að minnka líkur á hjartsjúkdómum. Þá segir hún að þeir sem drekka verði að hafa það í huga að ókostir mikillar drykkju séu mun fleiri en kostirnir.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





