Pistlar
Ævintýri kjötiðnaðarmannsins
Kjötiðnaður er heill heimur af ævintýrum og ætla ég að reyna að skýra það út frá kjötiðnaðarmanninum sem ég er ennþá þó svo að ég vinni ekki í kjötvinnslu.
Ævintýrin gerðust á hverjum degi
Það var 17 ára piltur sem hafði nýlokið Gagnfræðaskólann og var ekki viss hvað hann vildi gera í framhaldi, það eina sem hann vissi var hann ætlaði að taka hvíld frá námi um einhvern tíma.
Þessi ungi piltur sá auglýsingu um að það vantaði einstakling til að keyra út vörur fyrir Kjöthöllina, pilturinn fór í viðtal og fékk starfið.
Næsta dag mætti kappinn til vinnu og byrjaði að keyra út vörur. Það tók smátíma að kynnast öllum starfsmönnum þar en nöfnin síaðist smátt og smátt inn og sérstaklega nöfnin á þeim sem skiptu máli, fyrst skal telja meistarann sjálfa Eric Christjansen sem kom til Ísland sem fjósamaður til að starfa á bóndabæ sem var á Klambratúni en eftir nokkur ár stofnaði hann Kjöthöllina. Synir hans tveir Bjössi og Sveinn tóku þátt í þessu verkefni enda þeir bræður báðir menntaðir kjötiðnaðarmenn.
Snúum okkur aftur að 17 ára unglingnum, eftir 10 mánaðar starf var komið að því kenna drengnum hvernig það væri að meðhöndla hníf og fara að úrbeina, þarna byrjaði fyrsta ævintýrið svo það var ekki aftur snúið. Næstu tvö árin lærði ég meira og meira um úrbeiningu á kjöti þannig að ævintýrin gerðust á hverjum degi.
En eftir rúm þrjú ár hjá Kjöthöllinni var kominn tími til að breyta til.
Annað ævintýri sem fór beint í reynslubankann
Næsta skrefið var að vinna fyrir hann Guðmund í Hagabúðinni vestur í bæ, lítil kjötverslun þar sem drengurinn var í afgreiðslu, grípa í hnífinn og bara gera það sem þurfti að gera í svona verslun.
Þetta var annað ævintýri sem unglingurinn fékk að upplifa og sem fór beint í reynslubankann.
Eftir 9 mánaðar starf kom Guðmundur til drengsins og spurði af hverju hann reyndi ekki að komast á samning í kjötiðn.
Símtalið var tekið við fyrirtæki Goða og viku seinna var drengrinn kominn með samning með styttingu upp á eitt ár vegna fyrri starfa.
Útskrifaðist 1981 sem kjötiðnaðarmaður
Enn eitt stóra ævintýrið tók við, 3 ár að læra úrbeiningu, söltun, hreinsa svið, sviðasultu gerð, laga pylsur, gera skinku, vinna við reykofn, læra á farsvél, hakkavél, niður suða og fleira, þetta var sko heill heimur af spennandi ævintýrum.
Eftir þrjú ár á samningi hafði drengurinn þroskast töluvert, var kominn með kærustu og útskrifaðist 1981 sem kjötiðnaðarmaður 24 ára gamall mjög stoltur og ánægður.
Í kjötiðnaðarnám í Danmörku
Kærastan vildi endilega fara til Danmerkur til að læra, námið átti að taka eitt ár, svo að það var lagt land undir fót fljótlega eftir útskrift.
Þessi 24 ára gamli maður fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Irma og var í deild sem lagaði heita rétti sem sprautað var í poka og kældir niður enn einn ævintýraheimurinn.
Eftir sex mánaðar vinnu á þessum stað gafst tækifæri til að komast á námskeið í Slagteriskolen sem höndlaði allt kjötiðnaðarnámið í Danmörku.
Námskeiðið sem varð fyrir valinu var Buktik Slagter (búðar kjötiðnaðarmaður). Námskeiðið stóð yfir í þrjár viku, og maður minn þvílík veisla af ævintýrum hef aldrei upplifað annað eins.
Árið okkar leið hratt og áður en varið vorum við búin að pakka niður og haldið var heim á leið með söknuði í hjarta, í hjarta okkar vorum við viss um að við ættum eftir að koma aftur til Danmerkur.
Starfaði í lítilli kjötbúð á Grensásveginum
Eftir að heim var komið byrjaði þessi kjötiðnaðarmaður í starfi í lítilli kjötbúð á Grensásveginum þar sem hann naut sín vel enda var hægt að nýta vel þá reynslu sem námskeiðið í Danmörku hafði kennt honum.
Tíminn á Grensásveginu voru ca. 10 mánuðir ævintýraheimur sem var gríðarlega skemmtilegt og þroskandi fyrir stærra verkefni.
70 útgáfur af nautakjöti í borðinu – 20.000 manns á dag í stærstu búð landsins
Sótti um starf í stærstu búð landsins á þessum tíma. Mikligarður var opnaður og einstaklingurinn nú 26 ára, ráðinn sem innkaupar-, og deildastjóri yfir kjördeildinni.
Enn eitt stórt ævintýri enda Mikligarður engin smávörubúð ó nei.
Þarna var sex metra kjötborð og sjö metra pakkaborð og þvílíkt tækifæri að skapa ævintýri fyrir þá viðskiptavini sem voru komnir til að versla.
Á fyrstu þremur dögunum opnunarinnar komu 20.000 manns á dag.
Gaman að segja frá því að eina helgina var sett upp í kjötborðinu nautaveisla, um 70 útgáfur af nautakjöti í borðinu en í pakka borðinu var sett allt annað nema nautakjöt. Ævintýri, ævintýri og aftur ævintýri.
En þetta hlaut að enda einhverntímann sem og það gerði.
Besta búðin hjá SS var verslunin í Glæsibæ
Kjötiðnaðarmaðurinn var ráðinn til SS þá 29 ára gamla, verkefnið var að fara á milli SS verslana og stilla upp kjötborði og kenna starfsfólkinu hvernig það væri gert, þetta var í kringum 1986 og enn eitt ævintýrið að byrja.
Eins og komið hefur fram þá rak SS nokkrar verslanir á þessum tíma og allar voru þær með kjötborð, en besta búðin hjá þeim var verslunin í Glæsibæ.
Það var Jóhannes heitin (Bónus) sem réði mig í þetta verkefni.
Einn daginn kom hann til mín til að spyrja um hvort það væri ekki hægt að stilla upp mjög öðruvísi kjötborði en tíðkaðist, þar sem hann ætlaði að mæta með hann Jón sem var á þessum tíma forstjóri SS. Það var nú ekki mikið mál, nú var farið í grísaveislu.
Borðið var fimm metra, byrjunin var sú að í miðju á borðinu setti kjötiðnaðarmaðurinn heilan mjólkurgrís.
Út frá honum voru svo 85 mismunandi steikur og réttir úr svíni sitt hvoru megin við miðjuna, gríðarlega skemmtilegt ævintýri en mikil vinna. Það var enginn sem vildi kaupa mjólkurgrísin svo hann endaði á grilli og var mál mann hvað þetta væri gott kjöt. Stoppið hjá SS var 3 ár.
Ævintýrið var stutt en skemmtilegt
Næsta stopp var lítil búð í Breiðholtinu þar sem aðal markmiðið var að stilla upp kjötborðinu þar, ævintýri sem var stutt en skemmtilegt ca 1 ár.
Enn eitt ævintýrið í uppsiglingu
1990 byrjaði þessi kjötiðnaðarmaður að starfa hjá fyrirtækinu Indía enn eitt ævintýrið í uppsiglingu. Nú var ævintýraheimurinn marineringar, hjálparefni fyrir kjötiðnað, námskeiðahalds fyrir kjötiðnaðarmenn sýningar erlendis nýtt ævintýri sem stóð í þrjú ár.
Ég er nokkuð viss um að það eru margir kjötiðnaðarmenn á Íslandi sem komið hafa á þessi námskeið hjá Indía á þessum tíma þremur árum sem kjötiðnaðarmaðurinn starfa hjá þessu fyrirtæki.
Aftur til Danmerkur
Þá var komið að því nú skyldi halda aftur til Danmerkur, ekki bara með eiginkonunni (gamla kærastan) heldur líka með þrjú börn.
Nú ætlaði kjötiðnaðarmaðurinn að bæta við sig menntun stefnan tekin á nám í Slagteriskolen. Námið var Levnesmiddle Tekkniger sem er Matvælaiðnfræðingur, og það ná var mesta ævintýrið sem undirritaður hefur tekið þátt í.
Þarna var ævintýraheimur engu öðru líkt fyrir kjötiðnaðarmanninn frá Íslandi. Markmiðið var að læra hvað?
Þekkja efni fyrir kjötiðnað, þekkja hvaða efni vinna saman, þekkja ofnæmisvald, þekkja reglugerðir, þekkja E númer, þekkja vöruþróunar ferli, þekkja UTH framleiðslu, þekkja tæki og tól fyrir kjötiðnað og mjólkuriðnaði.
Inni í þessu námi varð maður að komast í praktík í eitt ár, þessi kjötiðnaðarmaður var svo heppin að komast á rannsóknastofu skólans þar sem maður fékk innsýni í heim örvera og örverufræðina enn einn stór heimur af ævintýrum.
Þarna gafst líka tækifæri að taka þátt í verkefni á vegum rannsóknastofunnar að þróa og mæla ATP mælingar. 1998 var kominn tími á það að flytja heim til Íslands.
Námskeið og fyrirlestrar um vörur fyrir kjötiðnaðinn
Hóf störf hjá Kötlu. Fyrsta verkefni kjötiðnaðarmannsins var að fara á IFFA sýninguna í Frankfurt og opnaðist þar ævintýraheimurinn alveg upp á nýtt en gríðarlega stór, allskona tæki, hakkavélar, skinku tromlur á stærð við steypubíl, hjálparefni, bindiefni og fl og fl. var til sýnis.
Heimsækja birgja, taka á móti viðskiptavinum. Heimsækja viðskiptavini Kötlu á Íslandi, halda námskeið, halda fyrirlestra um vörur fyrir kjötiðnaðinn.
Einstaklingurinn starfaði sem Gæða og vöruþróunnarstjóri hjá Kötlu í fjögur ár.
Hefur starfað hjá Innnes í 13 ár
Næsti viðkomustaður Innnes ehf með svipað verkefni eins og hjá Kötlu.
Kjötiðnaðarmaðurinn hefur starfað hjá þessu fyrirtæki nú í 13 ár, höndla með efni, marineringar og aðrar vörur fyrir kjötiðnaðinn, ásamt vörum fyrir fisk og vörum fyrir bakarí, endalaus ævintýri á hverju degi.
Kjötiðnaðarnámið er heill heimur af ævintýrum
Tók tvö og hálft ár í HR með vinnu og útskrifaðist með diplóma í Viðskiptafræði og markaðsfræði, enn og aftur ævintýraheimur sem nýtist kjötiðnaðarmanninum mjög vel.
Þessa vegna vill þessi kjötiðnaðarmaður segja að kjötiðnaðarnámið er heill heimur af ævintýrum, það þarf bara að hafa hugmyndaflugið til að takast á við þau tækifæri sem eru í boði hverju sinni.
Frá 17 ára aldri til sextugs hefur þessi kjötiðnaðarmaður verið tengdur kjötiðnaði í öllum þeim stigum sem nefnd eru hér á undan og geri enn, einstaklingurinn verður alltaf kjötiðnaðarmaður í grunninn hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Að vera kjötiðnaðarmaður er ekki bara að vinna í kjötvinnslum landsins, það er ekki verið að gera lítið úr því frábæra fólki sem vinna þau störf sem þarf í kjötvinnslunum.
Það hefur oft verið spurt hvað það séu margir í faginu.
Virðum þá einstaklinga sem kjósa að bæta við sig námi til að hafa tök á því að skoða þennan ævintýralega heim sem kjötiðnaðurinn er með öllum þeim tækifærum sem bjóðast.
Með vinsemd og vináttu
Halldór Jökull Ragnarsson
Formaður Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi